Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 22. febrúar 2023 09:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þátttökutilkynningin þeirra var ekki fullnægjandi"
Voru ekki lengur með völl eftir að viðræðurnar við FH sigldu í strand
Lengjudeildin
Úr leik hjá Kórdrengjum síðasta sumar.
Úr leik hjá Kórdrengjum síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá Kaplakrikavelli, heimavelli FH.
Frá Kaplakrikavelli, heimavelli FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var staðfest um liðna helgi að Kórdrengir muni ekki taka þátt á Íslandsmótinu í sumar. KSÍ tilkynnti að þáttökutilkynning félagsins yrði ekki tekin til greina.

Síðustu vikur hafa Kórdrengir verið í viðræðum við FH en uppi voru hugmyndir hjá Hafnarfjarðarfélaginu um að taka yfir Kórdrengi og gera þá að nokkurs konar varaliði, spila á yngri leikmönnum. Þær viðræður sigldu í strand og því voru Kórdrengir ekki lengur með heimavöll, en Kaplakrikavöllur hafði verið skráður heimavöllur félagsins.

„Þátttökutilkynningin þeirra var ekki fullnægjandi. Þeir voru ekki með leikvöll," sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, í samtali við Fótbolta.net.

„Við vorum búin að bíða eftir þessu og þeir þurftu að svara okkur. Við fengum ekki svör og það var ekkert annað í stöðunni. Það styttist í mót og Mjólkurbikarinn er að fara af stað. Þeir uppfylltu ekki þátttökuskilyrðin sem allir þurfa að skila inn. Þetta er aldrei skemmtilegt."

„Eins leiðinlegt og þetta er, þá er þetta bara svona. Það hafa ýmsir gagnrýnt það að við gerðum þetta ekki fyrr en við verðum að fylgja reglunum. Þeir skráðu sig inn og voru með völl á þátttökutilkynningunni."

Það var gagnrýnt hvað þetta ferli tók langan tíma og segir Vanda að KSÍ sé með það til skoðunar.

„Þetta er eitthvað sem við verðum að skoða. Mér skilst á mun reyndari mönnum að þetta hafi ekki gerst áður. Við erum byrjuð að velta því upp hvort við verðum að skoða reglugerðirnar með tilliti til þessa."

Kórdrengir hafa undanfarin tvö ár leikið í Lengjudeildinni en þjálfari liðsins og helsta burðarás, Davíð Smári Lamude, tók við Vestra í vetur. Það var greinilega högg fyrir unga félag sem mun ekki taka þátt í Íslandsmótinu í sumar. Kórdrengir hafa ekkert tjáð sig um málið.

Ægir úr Þorlákshöfn kemur upp í Lengjudeildina en í spilaranum fyrir neðan er hægt að hlusta á viðtal sem var tekið við aðstoðarþjálfara liðsins.

Sjá einnig:
Vanda útskýrir ýmislegt - „Upphitun lokið og núna er leikurinn að byrja"
Ægismenn fá allt aðra áskorun - Upp um deild í febrúar
Athugasemdir
banner
banner
banner