Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 22. febrúar 2023 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van Dijk: Verkefnið er nánast ómögulegt
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk.
Mynd: EPA
Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, segir að það verði nánast ómögulegt fyrir liðið að koma til baka eftir 2-5 tap gegn Real Madrid á heimavelli í Meistaradeildinni í gær.

Liverpool náði 2-0 forystu en fékk svo á sig fimm mörk án þess að svara.

Það verður erfitt fyrir Liverpool að fara til Madríd og vinna með þremur mörkum, nánast ómögulegt.

„Verkefnið okkar í Madríd eftir þrjár vikur er nánast ómögulegt," sagði Van Dijk eftir leikinn í gær.

„Við munum samt sem áður gefa allt sem við getum fyrir félagið. Við erum mjög vonsviknir og það er aldrei gott að tapa. Og hvernig við töpuðum, það er erfitt."

Liverpool hefur átt erfitt tímabil en Van Dijk segir að eina leiðin út úr erfiðleikunum sé að standa saman.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, viðurkenndi það eftir leikinn í gær að hann sjálfur telur að einvígið sé búið. Hans skoðun eigi þó mögulega eftir að breytast þegar nær dregur seinni leiknum á Santiago Bernabeu.

Sjá einnig:
Carragher skaut á Van Dijk: Gæti tekið sætið hans
Athugasemdir
banner
banner