Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   fim 22. mars 2018 22:30
Elvar Geir Magnússon
Santa Clara
Svakalegur leikvangur og grasið er geggjað
60 þúsund miðar hafa verið seldir
Icelandair
Magnaður leikvangur. Grasið ekki síðra!
Magnaður leikvangur. Grasið ekki síðra!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er besti grasvöllur sem ég hef komið inn á. Þetta er algjörlega fullkomið. Það væri óskandi að allir golfvellir væru svona!" sagði Ríkharður Daðason, fyrrum landsliðsmaður og núverandi meðlimur landsliðsnefndar, við fjölmiðlafólk.

Íslenska landsliðið æfði í dag á keppnisvellinum þar sem leikurinn við Mexíkó fer fram annað kvöld.

Aron Einar hrósaði vellinum á fréttamannafundi fyrir leikinn.

Leikvangurinn sjálfur, Levi's stadium, er mest notaður fyrir NFL-leiki en þetta er heimavöllur San Francisco 49ers. Ofurskálaleikurinn, Super Bowl, fór fram á vellinum 2016.

Leikvangurinn tekur um 70 þúsund manns en samkvæmt upplýsingum sem fengust frá starfsfólki vallarins er búið að selja um 60 þúsund miða.

Fyrir utan leikvanginn er búið að setja upp matarvagna og bjórtjöld en heljarinnar upphitun á að vera á bílaplaninu fyrir leik.

Meðfylgjandi eru myndir sem Hafliði Breiðfjörð, ljósmyndari Fótbolta.net, tók á leikvangnum í dag.
Athugasemdir
banner