Jóan Símun Edmundsson var í síðasta þætti Stúkunnar á Stöð 2 Sport gagnrýndur af Alberti Brynjari Ingasyni fyrir varnarvinnu sína í leiknum gegn Víkingi í 2. umferð Bestu deildarinnar.
„Þetta var sókndjarft hjá KA, kraftur í þeim, þeir eru að fá Jóan Símun í toppstandi. En það var ótrúlegt með þá þrjá á miðjunni (Jóan, Hallgrím Mar Steingrímsson og Bjarna Aðalsteinsson), og sérstaklega Jóan, hann gat ekki hlaupið jafn hratt til baka, leit út fyrir að vera leiðinlegt fyrir hann (að þurfa að hlaupa til baka). Sóknarlega sá maður gott flæði og Jóan Símun lítur vel út, en það gengur ekki að fara með þessa þrjá á miðjunni í Víkina. Víkingarnir hlupu yfir þá," sagði Albert og sýndi klippur sem litu ekki vel út fyrir Færeyinginn.
„Þetta var sókndjarft hjá KA, kraftur í þeim, þeir eru að fá Jóan Símun í toppstandi. En það var ótrúlegt með þá þrjá á miðjunni (Jóan, Hallgrím Mar Steingrímsson og Bjarna Aðalsteinsson), og sérstaklega Jóan, hann gat ekki hlaupið jafn hratt til baka, leit út fyrir að vera leiðinlegt fyrir hann (að þurfa að hlaupa til baka). Sóknarlega sá maður gott flæði og Jóan Símun lítur vel út, en það gengur ekki að fara með þessa þrjá á miðjunni í Víkina. Víkingarnir hlupu yfir þá," sagði Albert og sýndi klippur sem litu ekki vel út fyrir Færeyinginn.
Jóan Símun ræddi við Fótbolta.net fyrir helgi og var spurður út í leikinn gegn Víkingi og gagnrýnina sem hann fékk.
„Mér fannst sérstaklega fyrri hálfleikurinn vera skrítinn því okkur fannst við spila nokkuð vel með boltann og eiga góða kafla, Víkingar voru mjög skilvirkir, unnu nokkra seinni bolta og skoruðu mörk. Það var mjög skrítin tilfinning eftir fyrri hálfleikinn. Þegar þú tapar 4-0 þá er tilfinningin hræðileg," sagði Jóan Símun.
„Ég geri alltaf mitt besta, ég er sóknarsinnaður leikmaður og ég hef ekki spilað mikið á miðri miðjunni á mínum ferli. Minn styrkleiki er sóknarlega, þetta er ekki vöntun á áhuga (á varnarleik) ef það leit þannig út. Ég reyndi að gera mitt besta, bæði varnar- og sóknarlega, en styrkleiki minn er sóknarlega og þar er ég betri," sagði sá færeyski.
KA heimsækir á morgun Val í 3. umferð Bestu deildarinnar. Færeyski reynsluboltinn kom inn á sem varamaður í bikarsigrinum gegn KFA á föstudag og lagði upp fjórða mark leiksins.
Athugasemdir