
Tveir leikmenn voru á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í dag úrskurðaðir í bann í næstu umferð Mjólkurbikarsins. Dregið var í 16-liða úrslitin í dag og fara leikirnir í þeirri umferð fram dagana 14. og 15. maí.
Kjartan Már Kjartansson fékk að líta rauða spjaldið þegar Stjarnan lagði Njarðvík og hann verður í banni þegar Garðbæingar heimsækja Kára í Akraneshöllina miðvikudaginn 14. maí.
Kjartan Már Kjartansson fékk að líta rauða spjaldið þegar Stjarnan lagði Njarðvík og hann verður í banni þegar Garðbæingar heimsækja Kára í Akraneshöllina miðvikudaginn 14. maí.
Það verður enginn Gísli Fannar Ottesen í liði Kára í þeim leik en hann fékk sitt annað gula spjald í keppninni þegar Kári lagði Fyki og verður í leikbanni í leiknum.
Fyrir úrskurðinn í dag var ljóst að Elmar Atli Garðarsson yrði í leikbanni en fyrirliði Vestra er að afplána tveggja mánaða bann þar sem hann braut veðmálareglur KSÍ. Vestri heimsækir Breiðablik fimmtudaginn 15. maí.
Athugasemdir