„Það gerðist bara það að við misstum svolítið fókus á þessu eftir fyrsta markið," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, aðspurður hvað hefði gerst eftir 3-0 tap gegn Víkingum í dag.
Þetta var annað tap ÍBV í deildinni, en liðið er með sjö stig eftir fimm leiki.
Þetta var annað tap ÍBV í deildinni, en liðið er með sjö stig eftir fimm leiki.
Lestu um leikinn: ÍBV 0 - 3 Víkingur R.
„Við vorum svolítið værukærir í fyrri hálfleik, vörðumst á alltof stóru svæði, vorum í sendingarvandræðum, héldum illa bolta og vorum bara svolítið óþekkjanlegir frá því sem af er móti og það kom okkur bara um koll."
"Mér fannst eins og þetta væri svona leikur þar sem liðið sem myndi skora á undan að það væri líklegra til að vinna sem kom svo á daginn."
Bjarni er alls ekki sáttur með að vera aðeins kominn með sjö stig eftir fimm umferðir.
„Nei, alls ekki. Maður er alls ekki sáttur. Ég hefði viljað fara í tíu stig í dag enda var það uppleggið, en það tókst því miður ekki."
Viðtalið má í heild sinni sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir






















