

„Ég held að færanýtingin hjá okkur í dag hún klikkaði. Svo náðu þær að refsa okkur tvisvar í fyrri hálfleik með skyndisóknum og það skildi á milli í dag," sagði Guðrún Jóna þjálfari Hauka, eftir 2-0 tap gegn Víking R. á heimavelli.
Haukakonur náðu upp ágætu spili í leiknum og voru meira með boltann, en eitthvað vantaði upp á hjá þeim á fremsta þriðjungi vallarins.
„Við þurfum bara að vera gráðugri, þurfum að klára hlaupin okkar aðeins betur og svo þurfum við að klára færin. En við erum að fá færi og það er það sem ég er ánægð með," hafði Guðrún um að að segja.
Haukakonur náðu upp ágætu spili í leiknum og voru meira með boltann, en eitthvað vantaði upp á hjá þeim á fremsta þriðjungi vallarins.
„Við þurfum bara að vera gráðugri, þurfum að klára hlaupin okkar aðeins betur og svo þurfum við að klára færin. En við erum að fá færi og það er það sem ég er ánægð með," hafði Guðrún um að að segja.
Lestu um leikinn: Haukar 0 - 2 Víkingur R.
„Við erum að spila vel út á velli og við þurfum bara aðeins að fínpússa nokkra hluti hjá okkur. Við erum búnar að vera að fá leikmenn inn og við þurfum bara aðeins að stilla okkur betur saman og spila betur saman, svo kemur þetta bara. Þessi deild verður eitthvað rugl sko, það eru allir sem geta unnið alla í þessari deild og hvernig þetta endar verður bara að koma í ljós," sagði Guðrún.
Haukar fara í Mosfellsbæinn í næstu umferð og heimsækja Aftureldingu.
„Líst vel á það, þegar við spilum á móti þeim þá eru alltaf hörkuleikir, Afturelding er með flott lið svo við þurfum bara að vera tilbúnar í þá baráttu," sagði Guðrún að lokum.
Athugasemdir