
„Ég ætla nú að byrja á að segja að við sýnum karakter að jafna leikinn og allaveganna tapa honum ekki en ofboðsleg vonbrigði þessi leikur og við þurfum að stíga upp, við þurfum að gera miklu miklu betur og að það taki okkur 180 mínútur að skora fyrsta markið á heimaveli er auðvitað bara óásættanlegt og við þurfum að gera okkur miklu meira gildandi inni teig og skapa okkur fleiri færi en af því sögðu þá auðvitað sköpuðum við okkur færi til þess að vinna þennan leik en úr því sem komið var auðvitað ótrúlegt að hafa náð að jafna þetta í restina og við verðum að taka því og vona að það gefi okkur kraft,orku og sjálfstraust fyrir framhaldið." sagði Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA eftir 1-1 jafnteflið við Aftureldingu á Norðurálsvellinum fyrr í kvöld
Lestu um leikinn: ÍA 1 - 1 Afturelding
Skagamenn áttu erfitt með að opna Aftureldingu en Afturelding spiluðu þennan leik gríðarlega vel fram að rauða spjaldinu og var Jón Þór Hauksson ekki alveg sammála því en hann telur liðið sitt skora löglegt mark undir lok fyrri hálfleiks þegar Viktor Jónsson setti boltann í netið.
„Ég er nú ekki sammála því. Við skorum löglegt mark að okkar mati ég meina dómarinn dæmir markið og við erum búnir að fagna markinu þegar hann breytir því svo og mér skilst að það sé bara dómarinn sem gerir það þannig hvaða spil Maggi (Magnús Már Einarsson) hefur á dómaranna að snúa við dómum skil ég ekki og ég skil ekki þessa ákvörðun hjá dómaranum. Það er svakalegt moment í leiknum að koma hérna upp í hálfleik með jöfnunnarmarkið og þetta er auðvitað bara risa stórt moment."
ÍA er með tvö stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar og er þetta ekki byrjunin sem félagið vonaðist eftir fyrir mót.
,,Heldur betur ekki. Það eru vonbrigði að byrja mótið svona og eftir tvo heimaleiki að vera án sigurs og það eru gríðarleg vonbrigði en við þurfum að halda áfram og gera betur."