Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   mið 22. maí 2024 22:17
Innkastið
Ætla þeir að vera með í þessu móti?
Úr leik KA og Fylkis.
Úr leik KA og Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Þetta var langlélegasti hálfleikur sem ég hef séð frá liði í sumar," segir Sverrir Mar Smárason sem lýsti leik KA og Fylkis á Stöð 2 Sport í Bestu deildinni á mánudag. Sverrir ræddi um leikinn í Innkastinu.

Fylkismenn eru á botninum með aðeins eitt stig og voru lentir 2-0 undir eftir 25 mínútur á Akureyri. Leikar enduðu 4-2.

„Ég hef ekki séð Fylkisliðið svona lélegt, eins og þeir voru í fyrri hálfleik. Síðan þeir komu upp hefur maður getað gengið að því vísu að það sé erfitt að spila á móti þeim. Þeir voru eitthvað vankaðir þarna í fyrri hálfleiknum, ég hef aldrei séð þá svona."

„Rúnar Páll gerði skiptingu eftir 30 mínútur, þeir voru það slakir. Hann hefði vel getað gert þessa þreföldu skiptingu sem hann gerði í hálfleik bara eftir 20 mínútur. Þeir voru ógeðslega lélegir, svo rosalega daufir og lélegir," segir Sverrir.

„Það kemur hreinlega í ljós í næstu umferð hvort þeir ætli að vera með í þessu móti, þeir eru að fara að mæta HK," segir Elvar Geir í þættinum.

„Fyrir mótið vonar maður hreinlega að Fylki vinni þann leik því það er svo leiðinlegt þegar eitthvað eitt lið er langneðst. Eins og staðan er þá er Fylkir bara á leiðinni þangað. Eins og Sverrir er að lýsa þessu þá er hann bara að lýsa 1. deildarliði," segir Valur Gunnarsson.
Innkastið - Aftur verður FH fyrir barðinu á dómaramistökum
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 15 10 3 2 34 - 15 +19 33
2.    Breiðablik 15 9 3 3 33 - 19 +14 30
3.    Valur 14 8 4 2 36 - 18 +18 28
4.    FH 15 7 4 4 27 - 24 +3 25
5.    ÍA 15 7 3 5 33 - 21 +12 24
6.    Stjarnan 15 6 2 7 27 - 29 -2 20
7.    Fram 14 5 4 5 20 - 20 0 19
8.    KA 15 5 3 7 23 - 29 -6 18
9.    KR 15 3 5 7 25 - 30 -5 14
10.    HK 15 4 2 9 17 - 35 -18 14
11.    Vestri 15 3 3 9 18 - 36 -18 12
12.    Fylkir 15 3 2 10 21 - 38 -17 11
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner