Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mið 22. maí 2024 15:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Frans í sjokki yfir tveggja leikja banninu
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Frans Elvarsson, miðjumaður Keflavíkur, var í gær úrskurðaður í tveggja leikja bann í bikarnum. Hann fékk rautt spjald fyrir að fara með hönd í andlitið á Hinriki Harðarsyni undir lok leiks þegar Keflavík lagði ÍA í síðustu viku.

„Beint rautt á Frans Elvarsson! Verulega óskynsamlega gert hjá Frans sem fer í andlitið á Hinrik beint fyrir framan nefið á Pétri og uppsker fyrir það beint rautt spjald," skrifaði Sverrir Örn Einarsson í lýsingu frá leiknum. Atvikið sést ekki alveg nógu vel í útsendingu frá leiknum en það sem sést má sjá í spilaranum hér að neðan.

Frans var til viðtals eftir sigurinn gegn Aftureldingu í Lengjudeildinni í gær. Hann var spurður hvort að það hafi verið auka hvatning fyrir leikinn að gera betur.

„Ég myndi alveg segja það. Ég frétti rétt fyrir leik að bannið hefði verið þyngt í tvo leiki sem ég er í „semi" sjokki yfir. Maður verður bara að lifa með því. Þetta var heimskulegt en kannski ekki alveg tveggja leikja bann," sagði Frans.

Keflavík mætir Val í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Ef Keflavík vinnur þann leik þá verður Frans í banni í undanúrslitaleiknum. Ef Keflavík tapar þá verður Frans í banni í fyrsta bikarleik næsta tímabils.


Frans: Refsuðum þeim þegar boltinn skoppaði aðeins á grasinu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner