Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   lau 22. júní 2024 15:04
Elvar Geir Magnússon
Vonast til þess að Gylfi verði með í næsta leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson vonast til þess að Gylfi Þór Sigurðsson verði með í næsta leik Vals, leiknum gegn ÍA á Akranesi föstudaginn næsta.

Valur er að keppa við Vestra og er staðan á Ísafirði 1-1 þegar seinni hálfleikur er að fara af stað.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  5 Valur

Gylfi er ekki í leikmannahópi Vals en Arnar sagði í viðtali við Aron Guðmundsson á Stöð 2 Sport að einhver meiðsli hefðu komið upp í lok æfingar í gær en hann vonaðist til þess að þau héldu honum bara frá í einn leik. Staðan verði tekin þegar Valsmenn koma aftur til Reykjavíkur.

Gylfi hefur verið frábær fyrir Valsmenn og var maður umferðarinnar eftir jafnteflið gegn Víkingi í síðustu umferð.

Aron Jóhannsson er líka meiddur og ekki með á Ísafirði. Arnar sagði mögulegt að hann yrði líka frá í leiknum gegn ÍA.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner