Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
Magnað sumar í Dal draumanna - „Þá hefðum við farið í fallsæti"
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
   fim 22. ágúst 2024 21:03
Haraldur Örn Haraldsson
Úlfur: Dýrt spaug þegar öll þessi atriði falla á móti okkur
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis var svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans tapaði 2-1 fyrir ÍR á Extra-vellinum.


Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  2 ÍR

„Ég er bara mjög svekktur að tapa leiknum. Við hefðum þurft að ná í 3 stig hérna í dag en það er bara ekkert að ganga upp hjá okkur þessa dagana, því miður."

Það var töluvert af vafaatriðum í leiknum sem Fjölnismenn voru ekki ánægðir með.

„Mér fannst við öflugir, og bara eitt lið á vellinum fram að því að þeir skora. Eftir það finnst mér við svona einhvernegin gefa eftir, og bara ekki nægilega góðir og við þurfum að líta í eigin barm. En það er náttúrulega alveg ótrúlegt hvað það fellur lítið með okkur í þessari dómgæslu. Vegna þess að þetta gerist beint fyrir framan nefið á mér í fyrsta markinu, að boltinn er farinn útaf, þetta er innkast. Í aðdragandanum náttúrulega gerum við illa, við vorum búnir að fara yfir það að Bragi er með öflugan vinstri fót, en við hleypum honum samt inn í teiginn okkar á vinstri fótinn, og hann skorar. Það er lélegt, en þetta er bara innkast. Axel brýtur tvisvar sinnum af sér, innan gæsalappa, vegna þess að hann fer í boltan í bæði skiptin. Hann fær tvö gul, og rautt, fyrir tvö brot sem eru ekki gróf, og í bæði skiptin fer hann í boltan. Ég er búinn að skoða markið sem við jöfnuðum úr í lokin, það er ekki rangstaða. Þannig þetta er rosalega dýrt spaug þegar öll þessi atriði falla á móti okkur."

Fjölnir hefur núna ekki unnið í 6 leikjum í röð og eru því búnir að missa topp sætið og liðin fyrir neðan þá nálgast hratt.

„Þetta er kannski orðið eitthvað andlegt hjá okkur, 6 leikir í röð sem við náum ekki að vinna. Kannski bara fínt að tapa í dag, frekar en að gera enn eitt jafntefli. Jafnteflin eru bara ekki að gera neitt fyrir okkur í þessari baráttu sem við erum í. Við þurfum bara að halda áfram að reyna og ná að kreysta inn þennan sigur, og svona hrista þetta slen af okkur. Þetta er komið gott núna."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan, þar talar Úlfur nánar um fyrirkomulagið í deildinni og komandi baráttu.


Athugasemdir
banner
banner
banner