Íslenska kvennalandsliðið byrjar Þjóðardeildina af miklum krafti en í kvöld mættu þær liði Wales í 1.umferð á Laugardalsvelli.
Íslenska liðið spilaði gríðarlega agaðan leik og sóttu sterkan sigur og fara því vel af stað í Þjóðardeildinni.
Lestu um leikinn: Ísland 1 - 0 Wales
„Frábær, ógeðslega góð tilfining að vera búnar að vinna fyrsta leikinn í Þjóðardeildinni." Sagði Telma Ívarsdóttir markvörður Íslenska liðsins eftir leikinn í kvöld.
„Þetta var alveg erfitt á köflum en við gerðum bara frábærlega í dag og spiluðum bara varnarleikinn upp á 10 fannst mér og þær opnuðu okkur ekki neitt og mér fannst þær ekki skapa sér neitt þannig séð þannig mér fannst við bara gera mjög vel."
Íslenska vörnin stóð sig með mikilli prýði í kvöld og voru virkilega þéttar fyrir með Glódísi Perlu fremsta í flokki að stýra vörninni og var Telma hæst ánægð að spila með hana fyrir framan sig.
„Það er geggjað að fá að spila með Glódísi og hún er að mínu mati besta í heimi þannig mér finnst geggjað að vera með hana fyrir framan mig og sömuleiðis Ingibjörgu, Guðrúnu og allar stelpurnar fyrir framan mig, þær eru bara geggjaðar."
„Traustið á milli varnar og miðju og varnar og mín finnst mér bara frábært og við sýndum það bara í dag að við opnuðum okkur aldrei og gáfum þeim aldrei nein opin færi þannig þetta var bara gríðarlega vel gert hjá okkur í dag."
Nánar er rætt við Telmu Ívarsdóttur í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Danmörk | 4 | 4 | 0 | 0 | 10 - 2 | +8 | 12 |
2. Þýskaland | 4 | 3 | 0 | 1 | 11 - 3 | +8 | 9 |
3. Ísland | 4 | 1 | 0 | 3 | 1 - 7 | -6 | 3 |
4. Wales | 4 | 0 | 0 | 4 | 3 - 13 | -10 | 0 |