Davies fer líklega til Real Madrid - Liverpool ræðir við Díaz - Varnarmaður Arsenal til Ítalíu?
Nadía: Við erum að vinna þannig það hlýtur að vera eitthvað
Guðni: Fyrir utan markaskorun þá var ekki mikill munur á þessum liðum
Sammy Smith: Vil vera hérna áfram
Ásgeir Helgi: Það var eins og við höfum verið eitthvað stressaðir
Davíð Smári: Öllu hugrakkara lið sem mætti í seinni hálfleik
Pétur: Mér fannst þetta bara lélegur leikur hjá okkur
Árni Guðna: Hrikalega ánægður með liðið í dag
Óskar Hrafn: Fáum vinnuvélarnar fyrst áður en við hugsum um það
Haraldur Freyr: Við hefðum getað tekið alla útaf
Jóhann Kristinn: Má ekki gerast aftur
Andri Rúnar: Nánast bensínlaus eftir snúninginn
Nik Chamberlain: Fáum vonandi fleiri en 127 á völlinn
35 ára bið á enda - „Búinn að vera draumur mjög lengi"
Þúsund sinnum merkilegra fyrir KA - „Svo tekur frændi bara Roland Eradze á 93."
Hans Viktor magnaður: Mjög ánægður með þessa ákvörðun
Lék sér í neðri deildum og kom sem varamarkmaður - „Í mínum villtustu draumum"
Úr 1. deild að bikarmeistaratitli - „Geggjað að ná þessu áður en maður hættir"
Dagur: Hugsaði bara að fagna í geðveikinni
Efins fyrir leik en stoltur og meyr eftir leik - „Hann tróð þeirri kartöflu ofan í hálsinn á mér"
Grímsi í geðshræringu - „Maður var gráti næst"
   sun 22. september 2024 16:46
Hilmar Jökull Stefánsson
Nik Chamberlain: Fáum vonandi fleiri en 127 á völlinn
Nik var ánægður með sínar konur í dag.
Nik var ánægður með sínar konur í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður með sínar konur eftir 6-1 sigur Breiðabliks á Þór/KA í dag. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  1 Þór/KA

„Við vorum frábærar í fyrri hálfleik. Líklega besti hálfleikurinn okkar í sumar. Við vorum góðar með boltann en það sem skipti sköpum var hvað við gerðum við boltann þegar við unnum hann. Held að við höfum skorað nokkur mörk eftir skyndisóknir. Glæsilegur fyrri hálfleikur þar sem við kláruðum dæmið, en ósáttur við markið sem við fáum á okkur í seinni.“

Blikakonur byrjuðu leikinn af fítonskrafti enda í harðri baráttu við Val á toppi Bestu deildarinnar.

„Við áttum frábæra æfingaviku og ég held að það hafi sést í fyrri hálfleik. Skoruðum nokkur fín mörk, sum sem við æfðum á æfingasvæðinu. Föst leikatriði, spil og skyndisóknir gekk allt upp.“

Blikar skoruðu tvö mörk eftir horn, þar sem Agla María tók hornspyrnu á Sammy. Það hlýtur að hafa verið æft.

„Við höfum verið að reyna að nýta okkur þetta svæði í síðustu leikjum en það hefur ekkert gengið. Gaman að það skyldi loks virka og við getum farið að æfa eitthvað annað.“

FH í næsta leik, hvernig metur Nik hann?

„Við höldum áfram að gera það sem við höfum verið að gera og klárum þann leik vonandi.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner