Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   sun 22. september 2024 16:46
Hilmar Jökull Stefánsson
Nik Chamberlain: Fáum vonandi fleiri en 127 á völlinn
Kvenaboltinn
Nik var ánægður með sínar konur í dag.
Nik var ánægður með sínar konur í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður með sínar konur eftir 6-1 sigur Breiðabliks á Þór/KA í dag. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  1 Þór/KA

„Við vorum frábærar í fyrri hálfleik. Líklega besti hálfleikurinn okkar í sumar. Við vorum góðar með boltann en það sem skipti sköpum var hvað við gerðum við boltann þegar við unnum hann. Held að við höfum skorað nokkur mörk eftir skyndisóknir. Glæsilegur fyrri hálfleikur þar sem við kláruðum dæmið, en ósáttur við markið sem við fáum á okkur í seinni.“

Blikakonur byrjuðu leikinn af fítonskrafti enda í harðri baráttu við Val á toppi Bestu deildarinnar.

„Við áttum frábæra æfingaviku og ég held að það hafi sést í fyrri hálfleik. Skoruðum nokkur fín mörk, sum sem við æfðum á æfingasvæðinu. Föst leikatriði, spil og skyndisóknir gekk allt upp.“

Blikar skoruðu tvö mörk eftir horn, þar sem Agla María tók hornspyrnu á Sammy. Það hlýtur að hafa verið æft.

„Við höfum verið að reyna að nýta okkur þetta svæði í síðustu leikjum en það hefur ekkert gengið. Gaman að það skyldi loks virka og við getum farið að æfa eitthvað annað.“

FH í næsta leik, hvernig metur Nik hann?

„Við höldum áfram að gera það sem við höfum verið að gera og klárum þann leik vonandi.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner