Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður með sínar konur eftir 6-1 sigur Breiðabliks á Þór/KA í dag.
Lestu um leikinn: Breiðablik 6 - 1 Þór/KA
„Við vorum frábærar í fyrri hálfleik. Líklega besti hálfleikurinn okkar í sumar. Við vorum góðar með boltann en það sem skipti sköpum var hvað við gerðum við boltann þegar við unnum hann. Held að við höfum skorað nokkur mörk eftir skyndisóknir. Glæsilegur fyrri hálfleikur þar sem við kláruðum dæmið, en ósáttur við markið sem við fáum á okkur í seinni.“
Blikakonur byrjuðu leikinn af fítonskrafti enda í harðri baráttu við Val á toppi Bestu deildarinnar.
„Við áttum frábæra æfingaviku og ég held að það hafi sést í fyrri hálfleik. Skoruðum nokkur fín mörk, sum sem við æfðum á æfingasvæðinu. Föst leikatriði, spil og skyndisóknir gekk allt upp.“
Blikar skoruðu tvö mörk eftir horn, þar sem Agla María tók hornspyrnu á Sammy. Það hlýtur að hafa verið æft.
„Við höfum verið að reyna að nýta okkur þetta svæði í síðustu leikjum en það hefur ekkert gengið. Gaman að það skyldi loks virka og við getum farið að æfa eitthvað annað.“
FH í næsta leik, hvernig metur Nik hann?
„Við höldum áfram að gera það sem við höfum verið að gera og klárum þann leik vonandi.“
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.