Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   sun 22. september 2024 16:46
Hilmar Jökull Stefánsson
Nik Chamberlain: Fáum vonandi fleiri en 127 á völlinn
Nik var ánægður með sínar konur í dag.
Nik var ánægður með sínar konur í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður með sínar konur eftir 6-1 sigur Breiðabliks á Þór/KA í dag. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  1 Þór/KA

„Við vorum frábærar í fyrri hálfleik. Líklega besti hálfleikurinn okkar í sumar. Við vorum góðar með boltann en það sem skipti sköpum var hvað við gerðum við boltann þegar við unnum hann. Held að við höfum skorað nokkur mörk eftir skyndisóknir. Glæsilegur fyrri hálfleikur þar sem við kláruðum dæmið, en ósáttur við markið sem við fáum á okkur í seinni.“

Blikakonur byrjuðu leikinn af fítonskrafti enda í harðri baráttu við Val á toppi Bestu deildarinnar.

„Við áttum frábæra æfingaviku og ég held að það hafi sést í fyrri hálfleik. Skoruðum nokkur fín mörk, sum sem við æfðum á æfingasvæðinu. Föst leikatriði, spil og skyndisóknir gekk allt upp.“

Blikar skoruðu tvö mörk eftir horn, þar sem Agla María tók hornspyrnu á Sammy. Það hlýtur að hafa verið æft.

„Við höfum verið að reyna að nýta okkur þetta svæði í síðustu leikjum en það hefur ekkert gengið. Gaman að það skyldi loks virka og við getum farið að æfa eitthvað annað.“

FH í næsta leik, hvernig metur Nik hann?

„Við höldum áfram að gera það sem við höfum verið að gera og klárum þann leik vonandi.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner