Juventus segir nei við Rashford - Stærstu félögin á Englandi vilja Musiala - Olmo gæti farið frítt frá Barcelona
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
   sun 22. september 2024 16:46
Hilmar Jökull Stefánsson
Nik Chamberlain: Fáum vonandi fleiri en 127 á völlinn
Nik var ánægður með sínar konur í dag.
Nik var ánægður með sínar konur í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður með sínar konur eftir 6-1 sigur Breiðabliks á Þór/KA í dag. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  1 Þór/KA

„Við vorum frábærar í fyrri hálfleik. Líklega besti hálfleikurinn okkar í sumar. Við vorum góðar með boltann en það sem skipti sköpum var hvað við gerðum við boltann þegar við unnum hann. Held að við höfum skorað nokkur mörk eftir skyndisóknir. Glæsilegur fyrri hálfleikur þar sem við kláruðum dæmið, en ósáttur við markið sem við fáum á okkur í seinni.“

Blikakonur byrjuðu leikinn af fítonskrafti enda í harðri baráttu við Val á toppi Bestu deildarinnar.

„Við áttum frábæra æfingaviku og ég held að það hafi sést í fyrri hálfleik. Skoruðum nokkur fín mörk, sum sem við æfðum á æfingasvæðinu. Föst leikatriði, spil og skyndisóknir gekk allt upp.“

Blikar skoruðu tvö mörk eftir horn, þar sem Agla María tók hornspyrnu á Sammy. Það hlýtur að hafa verið æft.

„Við höfum verið að reyna að nýta okkur þetta svæði í síðustu leikjum en það hefur ekkert gengið. Gaman að það skyldi loks virka og við getum farið að æfa eitthvað annað.“

FH í næsta leik, hvernig metur Nik hann?

„Við höldum áfram að gera það sem við höfum verið að gera og klárum þann leik vonandi.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner