Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   sun 22. september 2024 17:29
Hilmar Jökull Stefánsson
Sammy Smith: Vil vera hérna áfram
Kvenaboltinn
Samantha Smith setti þrennu og var maður leiksins á Kópavogsvelli í dag.
Samantha Smith setti þrennu og var maður leiksins á Kópavogsvelli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Samantha Rose Smith átti stórleik fyrir Breiðablik þegar þær grænklæddu rústuðu Þór/KA 6-1 á Kópavogsvelli í dag. Hún skoraði þrennu og lagði upp eitt mark og var valinn maður leiksins hér á Fótbolti.net og fleiri stöðum.


Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  1 Þór/KA

Hvað fór í gegnum hausinn á Sammy í fyrri hálfleik.

Ég var í áfalli og vissi í raun ekki hvað var að gerast. Boltarnir frá Öglu Maríu voru fullkomnir þannig eina sem ég þurfti að gera var að setja þá í netið.“

Þið höfðuð augljóslega æft þessi horn. Hversu oft hefur þetta heppnast?

„Við höfum verið að æfa þetta í nokkrar vikur en þetta hefur virkað kannski helming skiptanna á æfingum þannig við vissum að þetta gæti virkað og við vorum að vona að þetta myndi virka í leiknum og já, þetta virkaði.“

Fóruð þið í hlutlausan gír. Þór/KA vinnur seinni hálfleikinn 1-0.

„Ég held að við höfum bara klárað orkuna okkar. Núna vitum við að við megum ekki gera það í leikjunum sem eru á næstunni. Við gerðum mjög vel í fyrri hálfleik og við verðum að gera það líka í seinni hálfleik í næstu leikjum.“

Hvernig hefur verið fyrir Sammy að koma inn í Blikaliðið eftir frábært tímabil með FHL?

„Ég var mjög stressuð að koma inn í liðið, þar sem þetta er efsta deildin á Íslandi. Ég vissi ekki hvort ég gæti komið inn í liðið og skipt máli eða spilað eins vel og ég gerði í (Lengjudeildinni). Þetta hafa samt verið auðveldar breytingar þar sem þessar stelpur eru svo góðar. Þær koma mér í færi og ég kem þeim í færi þannig það hefur verið gaman að spila með þeim.“

Hvar spilar Sammy á næsta ári?

„Ég veit það ekki ennþá. Í alvörunni. Ég myndi samt vilja vera hérna áfram, við sjáum til hvað gerist.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner