Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   sun 22. september 2024 17:29
Hilmar Jökull Stefánsson
Sammy Smith: Vil vera hérna áfram
Samantha Smith setti þrennu og var maður leiksins á Kópavogsvelli í dag.
Samantha Smith setti þrennu og var maður leiksins á Kópavogsvelli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Samantha Rose Smith átti stórleik fyrir Breiðablik þegar þær grænklæddu rústuðu Þór/KA 6-1 á Kópavogsvelli í dag. Hún skoraði þrennu og lagði upp eitt mark og var valinn maður leiksins hér á Fótbolti.net og fleiri stöðum.


Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  1 Þór/KA

Hvað fór í gegnum hausinn á Sammy í fyrri hálfleik.

Ég var í áfalli og vissi í raun ekki hvað var að gerast. Boltarnir frá Öglu Maríu voru fullkomnir þannig eina sem ég þurfti að gera var að setja þá í netið.“

Þið höfðuð augljóslega æft þessi horn. Hversu oft hefur þetta heppnast?

„Við höfum verið að æfa þetta í nokkrar vikur en þetta hefur virkað kannski helming skiptanna á æfingum þannig við vissum að þetta gæti virkað og við vorum að vona að þetta myndi virka í leiknum og já, þetta virkaði.“

Fóruð þið í hlutlausan gír. Þór/KA vinnur seinni hálfleikinn 1-0.

„Ég held að við höfum bara klárað orkuna okkar. Núna vitum við að við megum ekki gera það í leikjunum sem eru á næstunni. Við gerðum mjög vel í fyrri hálfleik og við verðum að gera það líka í seinni hálfleik í næstu leikjum.“

Hvernig hefur verið fyrir Sammy að koma inn í Blikaliðið eftir frábært tímabil með FHL?

„Ég var mjög stressuð að koma inn í liðið, þar sem þetta er efsta deildin á Íslandi. Ég vissi ekki hvort ég gæti komið inn í liðið og skipt máli eða spilað eins vel og ég gerði í (Lengjudeildinni). Þetta hafa samt verið auðveldar breytingar þar sem þessar stelpur eru svo góðar. Þær koma mér í færi og ég kem þeim í færi þannig það hefur verið gaman að spila með þeim.“

Hvar spilar Sammy á næsta ári?

„Ég veit það ekki ennþá. Í alvörunni. Ég myndi samt vilja vera hérna áfram, við sjáum til hvað gerist.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner