Tel gæti farið á Old Trafford - Ferguson orðaður við Chelsea - Man City eltir spænskan miðjumann
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
   sun 22. september 2024 17:29
Hilmar Jökull Stefánsson
Sammy Smith: Vil vera hérna áfram
Samantha Smith setti þrennu og var maður leiksins á Kópavogsvelli í dag.
Samantha Smith setti þrennu og var maður leiksins á Kópavogsvelli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Samantha Rose Smith átti stórleik fyrir Breiðablik þegar þær grænklæddu rústuðu Þór/KA 6-1 á Kópavogsvelli í dag. Hún skoraði þrennu og lagði upp eitt mark og var valinn maður leiksins hér á Fótbolti.net og fleiri stöðum.


Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  1 Þór/KA

Hvað fór í gegnum hausinn á Sammy í fyrri hálfleik.

Ég var í áfalli og vissi í raun ekki hvað var að gerast. Boltarnir frá Öglu Maríu voru fullkomnir þannig eina sem ég þurfti að gera var að setja þá í netið.“

Þið höfðuð augljóslega æft þessi horn. Hversu oft hefur þetta heppnast?

„Við höfum verið að æfa þetta í nokkrar vikur en þetta hefur virkað kannski helming skiptanna á æfingum þannig við vissum að þetta gæti virkað og við vorum að vona að þetta myndi virka í leiknum og já, þetta virkaði.“

Fóruð þið í hlutlausan gír. Þór/KA vinnur seinni hálfleikinn 1-0.

„Ég held að við höfum bara klárað orkuna okkar. Núna vitum við að við megum ekki gera það í leikjunum sem eru á næstunni. Við gerðum mjög vel í fyrri hálfleik og við verðum að gera það líka í seinni hálfleik í næstu leikjum.“

Hvernig hefur verið fyrir Sammy að koma inn í Blikaliðið eftir frábært tímabil með FHL?

„Ég var mjög stressuð að koma inn í liðið, þar sem þetta er efsta deildin á Íslandi. Ég vissi ekki hvort ég gæti komið inn í liðið og skipt máli eða spilað eins vel og ég gerði í (Lengjudeildinni). Þetta hafa samt verið auðveldar breytingar þar sem þessar stelpur eru svo góðar. Þær koma mér í færi og ég kem þeim í færi þannig það hefur verið gaman að spila með þeim.“

Hvar spilar Sammy á næsta ári?

„Ég veit það ekki ennþá. Í alvörunni. Ég myndi samt vilja vera hérna áfram, við sjáum til hvað gerist.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner