Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   sun 22. september 2024 17:29
Hilmar Jökull Stefánsson
Sammy Smith: Vil vera hérna áfram
Samantha Smith setti þrennu og var maður leiksins á Kópavogsvelli í dag.
Samantha Smith setti þrennu og var maður leiksins á Kópavogsvelli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Samantha Rose Smith átti stórleik fyrir Breiðablik þegar þær grænklæddu rústuðu Þór/KA 6-1 á Kópavogsvelli í dag. Hún skoraði þrennu og lagði upp eitt mark og var valinn maður leiksins hér á Fótbolti.net og fleiri stöðum.


Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  1 Þór/KA

Hvað fór í gegnum hausinn á Sammy í fyrri hálfleik.

Ég var í áfalli og vissi í raun ekki hvað var að gerast. Boltarnir frá Öglu Maríu voru fullkomnir þannig eina sem ég þurfti að gera var að setja þá í netið.“

Þið höfðuð augljóslega æft þessi horn. Hversu oft hefur þetta heppnast?

„Við höfum verið að æfa þetta í nokkrar vikur en þetta hefur virkað kannski helming skiptanna á æfingum þannig við vissum að þetta gæti virkað og við vorum að vona að þetta myndi virka í leiknum og já, þetta virkaði.“

Fóruð þið í hlutlausan gír. Þór/KA vinnur seinni hálfleikinn 1-0.

„Ég held að við höfum bara klárað orkuna okkar. Núna vitum við að við megum ekki gera það í leikjunum sem eru á næstunni. Við gerðum mjög vel í fyrri hálfleik og við verðum að gera það líka í seinni hálfleik í næstu leikjum.“

Hvernig hefur verið fyrir Sammy að koma inn í Blikaliðið eftir frábært tímabil með FHL?

„Ég var mjög stressuð að koma inn í liðið, þar sem þetta er efsta deildin á Íslandi. Ég vissi ekki hvort ég gæti komið inn í liðið og skipt máli eða spilað eins vel og ég gerði í (Lengjudeildinni). Þetta hafa samt verið auðveldar breytingar þar sem þessar stelpur eru svo góðar. Þær koma mér í færi og ég kem þeim í færi þannig það hefur verið gaman að spila með þeim.“

Hvar spilar Sammy á næsta ári?

„Ég veit það ekki ennþá. Í alvörunni. Ég myndi samt vilja vera hérna áfram, við sjáum til hvað gerist.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner