Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 22. nóvember 2021 11:42
Elvar Geir Magnússon
Segir Lössl hafa verið betri en Elías síðustu vikur
Jonas Lössl.
Jonas Lössl.
Mynd: EPA
Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson var settur á bekkinn þegar danska liðið Midtjylland tapaði fyrir Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni í gær.

Bo Henriksen þjálfari liðsins segir að Jonas Lössl, sem var mættur í makrið, hafi verið betri síðustu vikur og því settur í markið. Samkeppni sé um markvarðarstöðuna eins og aðrar stöður.

„Ég skipti um markvörð því ég taldi að Lössl væri besti kosturinn, hann hefur verið besti markvörðurinn okkar undanfarnar vikur," sagði Henriksen við bold.dk.

„Þetta er eins og með alla aðra leikmenn, hvort sem það er vinstri eða hægri bakvörðurinn, menn þurfa að vinna fyrir því að spila. Elías spilaði sig ekki út úr liðinu en Lössl spilaði sig inn í það. Það er frábært að það sé samkeppni."

FC Midtjylland spilar gegn Braga í Evrópudeildinni á fimmtudag en Henriksen vill ekki gefa það út hvort Lössl verði áfram í markinu í þeim leik.

„Við erum sífellt að endurskoða stöðuna og við skoðum það þegar nær dregur hverjir spila á fimmtudag," segir Henriksen.

Lössl var ekki sannfærandi í fyrra marki Bröndby í gær og margir sem skrifa það á markvörðinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner