Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 23. febrúar 2023 14:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ein sú besta lætur FIFA heyra það: Eigið að skammast ykkar
Vivianne Miedema.
Vivianne Miedema.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Vivianne Miedema, ein allra besta fótboltakona í heimi, segir að Alþjóðaknattspyrnusambandið eigi að skammast sín fyrir að þiggja styrki frá Sádí-Arabíu fyrir HM kvenna í sumar.

Visit Saudi, ferðamannaiðnaðurinn í Sádí-Arabíu, verður einn aðalstyrktaraðilinn á mótinu sem fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar.

Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa lýst mannréttindabrotum í Sádí-Arabíu sem „ógeðslegum" en samkynhneigð er bönnuð í landinu og þá hafa réttindi kvenna ekki verið í hávegum höfð. Konur í Sádí-Arabíu máttu til að mynda ekki horfa á fótboltaleiki fyrr en árið 2018. Þess ber þó að geta að kvennalandslið Sádí-Arabíu var nýverið sett á laggirnar.

„Sádí-Arabía er land þar sem ekki er leyfilegt að vera sá sem þú ert. Þú mátt ekki vera samkynhneigður," sagði Miedema en hún er í sambandi með Beth Mead, sem er stórstjarna enska landsliðsins.

„FIFA er alltaf upptekið við að vera með herferðir þar sem sagt er að allir séu boðnir velkomnir í fótboltaheiminum. Og svo finnst þeim þessi samningur góð hugmynd? Þetta kemur mér ekki einu sinni á óvart lengur. FIFA fer sínar eigin leiðir. Sambandið á að skammst sín," segir hollenska fótboltakonan einnig.

Það hefur rætt og ritað um það að stjórnvöld í Sádí-Arabíu séu að nota fjárfestingar í íþróttum til að hvítþvo sig af mannréttindabrotum og öðrum óþverra.

Gianni Infantino, forseti FIFA, og sambandið í heild hafa legið undir mikilli gagnrýni síðustu vikur og mánuði vegna þöggunar sem var í kringum heimsmeistaramótið í Katar er varðar mannréttindabrot þar í landi. KSÍ ákvað í kjölfarið að hætta að styðja við bakið á Infantino.

Sjá einnig:
Segir að styrktarsamningurinn við Sádí-Arabíu sé stórskrítinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner