Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 23. febrúar 2023 15:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hann er búinn að vera alveg hrottalega lélegur"
Fabinho hefur ekki verið góður, alls ekki.
Fabinho hefur ekki verið góður, alls ekki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brasilíski miðjumaðurinn Fabinho hefur alls ekki verið góður fyrir Liverpool á þessu tímabili. Hann hefur í raun verið alveg arfaslakur.

Fabinho átti býsna dapran dag þegar Liverpool tapaði 2-5 fyrir Real Madrid í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hann er óþekkjanlegur frá þeim leikmanni sem hann var þegar hann kom fyrst til Liverpool.

Fabinho barst í tal þegar rætt var um Liverpool í Enski boltinn hlaðvarpinu í gær. Fjölmiðlamaðurinn Atli Már Steinarsson var á línunni í þættinum.

„Það er náttúrulega bara rannsóknarefni hvað í ósköpunum er búið að gerast við Fabinho," sagði Atli í þættinum.

„Hann er búinn að vera alveg hrottalega lélegur. Ég er Fabinho maður og hann var viðbjóðslega góður á síðasta tímabili. Að horfa á hann í gær, hann er að láta 37 ára gamlan Modric hlaupa fram hjá sér aftur og aftur. Hann setur aldrei út fótinn einu sinni. Það er eins og það sé eitthvað í hausnum á honum."

„Það er ekki hægt að láta 18 ára gamlan Bajetic axla ábyrgð á öllu saman."

Atli talaði um Fabinho og Liverpool í þættinum sem hægt má hlusta á í heild sinni hér að neðan. „Það bjóst enginn við því að einn besti varnarsinnaði miðjumaðurinn frá því í fyrra yrði svona ógeðslega lélegur. Það getur enginn útskýrt þetta, nema hann sé brunninn út."

Sjá einnig:
Hverjir yfirgefa Liverpool í sumar og hverjir verða áfram?
Enski boltinn - Liverpool niðurlægt og Katar eða Ratcliffe?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner