Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 23. febrúar 2023 09:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Xavi um Sjeik Jassim: Hann er mjög góð manneskja
Sjeik Jassim Bin Hamad Al Thani.
Sjeik Jassim Bin Hamad Al Thani.
Mynd: Jassim Bin Hamad Al Thani
Xavi.
Xavi.
Mynd: EPA
Xavi, stjóri Barcelona, telur að Sjeik Jassim bin Hamad Al Thani yrði mjög svo góður eigandi fyrir Manchester United.

Síðasta föstudag bárust tvö tilboð í Manchester United. Annað þeirra var frá katarska bankastjóranum, Sjeik Jassim, og hitt var frá Sir Jim Ratcliffe, ríkasta manni Bretlandseyja.

Talsmenn Jassim fullyrða að hann muni staðgreiða upphæðina fyrir félagið, hreinsa allar skuldir og fjárfesta mikið á öllum sviðum félagsins. Hann muni gera það í gegnum fjárfestingafyrirtæki sem hefur verið stofnað og kallast 'Nine Two Foundation'.

Talið er að tilboðið frá Jassim sé upp á 5 milljarða punda en það myndi gera United að dýrasta íþróttafélagi sögunnar.

Xavi þekkir vel til í Katar eftir að hafa spilað og þjálfað þar. Hann svaraði spurningum um bankastjórann fyrir leik Börsunga gegn Man Utd í Evrópudeildinni í kvöld.

„Hann er mjög góð manneskja. Hann er ábyrgur, tekur hlutina alvarlega og yrði mjög góður eigandi fyrir Manchester United," sagði Xavi um bankastjórann.

Leikur Man Utd og Barcelona er í kvöld klukkan 20:00 en fyrri leikur liðanna endaði með 2-2 jafntefli. Í spilaranum hér fyrir neðan er hægt að hlusta á umræðu um mögulega yfirtöku Man Utd, sem og um leikinn sem er á dagskrá í kvöld.

Sjá einnig:
Gætu unnið allt en það myndi enga þýðingu hafa
Enski boltinn - Liverpool niðurlægt og Katar eða Ratcliffe?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner