Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 23. mars 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vonast til að tvö Evrópumót verði sama sumarið
Danielle Carter á fjóra A-landsleiki að baki fyrir England.
Danielle Carter á fjóra A-landsleiki að baki fyrir England.
Mynd: Getty Images
Danielle Carter, leikmaður Arsenal á Englandi, vonast til þess að EM kvenna muni fara fram næsta sumar, líkt og EM karla.

EM karla átti að vera í sumar, en var frestað út af kórónuveirufaraldrinum til næsta árs. Það þýðir að bæði EM karla- og kvenna eru í augnablikinu sett á næsta sumar.

EM kvenna á að fara fram í Englandi á næsta ári og á að hefjast í júlí, á svipuðum tíma og EM karla er að klárast. Sagt hefur verið að EM kvenna færist mögulega til 2022 en ekkert verið staðfest í þeim efnum.

Carter segir að það sé best að hafa bæði mótin sumarið 2021. „Vonandi geta þau haft bæði mótin á næsta ári en það er undir UEFA komið. Það væri frábært að hafa tvö EM með svona stuttu millibili."

Ísland er í harðri baráttu í undankeppni EM þar sem liðið er í Svíþjóð, Ungverjalandi, Slóvakíu og Lettlandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner