Fengu skilorðsbundinn dóm
Búist er við mikilli stemningu á landsleik Bosníu/Hersegóvínu og Íslands í kvöld. Fjallað hefur verið um að heimamenn séu í einhvers konar heimaleikjabanni og að hluta stúkunnar verði lokað.
Nú hefur hinsvegar komið í ljós að Bosníumenn sleppa við heimaleikjabann þó þeir séu á seinasta séns, vegna óláta áhorfenda. Þeir eru á skilorði í tvö ár.
Nú hefur hinsvegar komið í ljós að Bosníumenn sleppa við heimaleikjabann þó þeir séu á seinasta séns, vegna óláta áhorfenda. Þeir eru á skilorði í tvö ár.
Lestu um leikinn: Bosnía og Hersegóvína 3 - 0 Ísland
Reiknað er með fullum velli og rosalegri stemningu á Bilino polje leikvangnum í Zenica í kvöld en hann tekur um 15 þúsund manns.
Ástæðan fyrir því að leikurinn fer fram í Zenica er sú að í borginni er hvað mest stemning fyrir landsliðinu og andrúmsloftið getur verið rosalegt.
„Þeir eru að spila í Zenica sem er völlur þar sem er stuð og stemning. Ég veit ekki hvernig ungt lið Íslands mun höndla það þegar það eru tugir þúsunda að öskra og æpa," sagði Salih Heimir Porca við RÚV.
Leikur Bosníu/Hersegóvínu og Íslands hefst klukkan 19:45
Athugasemdir