Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 23. mars 2023 11:40
Elvar Geir Magnússon
Zenica
Dzeko um leikinn gegn Íslandi: Verður ekki auðvelt
Icelandair
Dzeko á fréttamannafundinum í gær.
Dzeko á fréttamannafundinum í gær.
Mynd: nfsbih.ba
Edin Dzeko, landsliðsfyrirliði Bosníu/Hersegóvínu, tjáði sig um komandi leik gegn Íslandi á fréttamannafundi í Zenica í gær. Dzeko er skærasta stjarna liðs Bosníu og dýrkaður og dáður í landinu.

„Allir leikmenn þurfa að taka þessum leik eins alvarlega og hægt er, það er eina leiðin til sigurs. Þetta verður ekki auðveldur leikur, það verður mikið um einvígi og kapphlaup," segir Dzeko.

Lestu um leikinn: Bosnía og Hersegóvína 3 -  0 Ísland

„Við erum með gott lið og ákveðna styrkleika, við þurfum að sýna gæði okkar inni á vellinum. Það er mikilvægt að byrja undankeppnina á góðum úrslitum."

Dzeko spilar með Inter en hann varð á dögunum 37 ára gamall.

„Sú staðreynd að ég er hér í landsliðinu 37 ára sýnir hversu miklu máli þetta skiptir mig. Ég yrði ánægðastur allra ef við tryggjum okkur í fyrsta sinn í lokakeppni EM," segir Dzeko.

Leikur Bosníu og Íslands hefst 19:45 í kvöld.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner