Vangaveltur eru í gangi um hvort Darwin Nunez spili annan byrjunarliðsleik fyrir Liverpool en fullyrt er að enska félagið þurfi að borga Benfica 5 milljónir punda ef hann byrjar annan leik.
Úrúgvæski sóknarmaðurinn hefur ekki komið við sögu í síðustu tveimur leikjum og A Bola segir að ástæðan gæti verið kaupsamningur Liverpool við portúgalska félagið.
Úrúgvæski sóknarmaðurinn hefur ekki komið við sögu í síðustu tveimur leikjum og A Bola segir að ástæðan gæti verið kaupsamningur Liverpool við portúgalska félagið.
Grunnverðið sem Liverpool borgaði fyrir Nunez árið 2022 var 64 milljónir punda en ýmis ákvæði voru um að það verð gæti hækkað.
Nunez hefur byrjað 49 leiki fyrir Liverpool í deild og Evrópu og ef hann nær 50 þá þarf Liverpool samkvæmt samkomulagi að borga Benfica 5 milljónir punda til viðbótar.
Það er því spurning hvort Liverpool sé búið að setja Nunez í frystikistuna til að spara sér þessa greiðslu. Nunez hefur aðeins skorað 7 mörk og átt 5 stoðsendingar í 42 leikjum á þessu tímabili og talið að hann sé ekki í áætlunum Arne Slot fyrir næsta tímabil.
Athugasemdir