mán 23. maí 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Richarlison að kveðja Everton?
Richarlison
Richarlison
Mynd: Getty Images
Brasilíski framherjinn Richarlison sendir stuðningsmönnum Everton langa kveðju á Twitter í kvöld en það hljómar eins og hann hafi spilað sitt síðasta tímabil fyrir félagið.

Richarlison, sem er 25 ára gamall, skoraði tíu og lagði upp fimm er Everton tókst að halda sér uppi í ensku úrvalsdeildinni.

Framherjinn knái gæti þó verið á förum í sumar en Manchester United, Newcastle United og Tottenham eru öll sögð vilja fá hann í sumar. Þá er einnig áhugi frá Barcelona á Spáni.

Hann er orðinn miklvægur partur af brasilíska landsliðinu og vill væntanlega tryggja sæti sitt fyrir HM í Katar sem fer fram síðar á þessu ári en til þess gæti hann þurft að finna sér stærra félag.

Richarlison sendir stuðningsmönnum Everton langa kveðju á Twitter í kvöld.

„Þetta var óvenjulegt ár og mjög erfitt. Þó við höfum náð að bjarga okkur frá enn verri atburðarrás þá eru ýmislegt sem við getum lært af í framtíðinni. Everton er risaklúbbur og á skilið að berjast í efsta hluta deildarinnar, berjast um titla og komast í Evrópukeppni, en ekki bara að reyna að halda sér í deildinni."

„Með alla þessa erfiðleika þá er ekki hægt að neita því að stuðningsmenn Everton voru leikmaður ársins hjá okkur. Þið leyfðuð liðinu ekki að gefast upp og á erfiðustu tímunum þá voruð þið með okkur fram að lokaflauti. Takk fyrir allan stuðninginn, skilyrðislausu trúna og ástúðina. Ég elska ykkur,"
sagði Richarlison.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner