Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mán 23. maí 2022 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
Salihamidzic staðfestir félagaskipti Gravenberch og Mazraoui frá Ajax

Hasan Salihamidzic, stjórnandi hjá FC Bayern, hefur staðfest yfirvofandi komu Ryan Gravenberch og Noussair Mazraoui frá Ajax.


„Samkomulagið er klappað og klárt," sagði Salihamidzic þegar hann var spurður út í marokkóska bakvörðinn Mazraoui sem kemur á frjálsri sölu.

Mazraoui er 24 ára gamall og mun veita Benjamin Pavard samkeppni í hægri bakverði, hlutverk sem Bouna Sarr átti að fá í sinn hlut fyrir tveimur árum en hefur ekki tekist að standast væntingar.

Gravenberch er tvítugur miðjumaður sem kemur ekki frítt, heldur kostar tæplega 30 milljónir evra.

Gravenberch, sem er nýbúinn að eiga tvítugsafmæli, þykir gríðarlega mikið efni og er lykilmaður hjá Ajax og með fastasæti í hollenska landsliðinu.

„Við eigum í góðum viðræðum við Gravenberch sem eru langt komnar. Við ætlum að styrkja hópinn í öllum stöðum," sagði Salihamidzic.

Að lokum staðfesti Salihamidzic einnig að Robert Lewandowski verði ekki seldur frá Bayern í sumar heldur verði hann látinn virða samninginn sem rennur út á næsta ári.

FC Bayern vann tíunda Þýskalandsmeistaratitilinn í röð á dögunum en tapaði óvænt fyrir Villarreal í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.


Athugasemdir
banner