Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   sun 23. júní 2024 21:48
Haraldur Örn Haraldsson
Sindri Kristinn: Ánægjulegt að geta loksins hjálpað liðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sindri Kristinn Ólafsson markvörður FH-inga var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði Fylki 3-1 á Kaplakrikavelli.


Lestu um leikinn: FH 3 -  1 Fylkir

„Bara geðveikt að vinna, við erum ekki búnir að vinna helvíti lengi. Þannig að sigur tilfinningin er góð og maður vill bara upplifa meira af þessu."

Sindri átti frábæran leik en hann eitt atvik stóð upp úr. Það er þegar hann ver tvívegis frá stuttu færi alveg stórkostlega.

„Eftir leik get ég alveg svona sirka rifið upp hvað gerðist. Ég náði einhverju 'reflexi', hann fór af einhverjum held ég. Síðan henti ég mér náttúrulega bara fyrir seinna skotið og heppnin var með mér í dag, hann fór í fótinn á mér. Bara ánægjulegt að geta loksins hjálpað liðinu eitthvað."

Sindri náði þó ekki að halda hreinu í dag því Fylkismenn skoruðu eitt mark en það var algjör negla af löngu færi og maður verður bar að gefa skotmanninum hrósið frekar en að lasta Sindra fyrir þetta.

„Þetta var alvöru negla hjá honum, en ég á eftir að sjá þetta aftur. Stjáni Finnboga vill örugglega meina að ég eigi að verja þetta en við munum bara skoða það. Þetta var af löngu færi en hann hitti hann helvíti vel. Það er alltaf þannig að við hefðum getað unnið þetta eitthvað betur saman, það hefði einhver getað mætt honum og lokað öðru horninu betur eða ég, ég sá hann seint. Ég á eftir að sjá þetta aftur en auðvitað drulllu pirrandi að ná ekki að halda hreinu."

Þrátt fyrir sigur þá áttu FH-ingar ekkert sérlega góðan leik og þá sérstaklega sóknarlega. Það skiptir þó ekki öllu máli í dag, það var mikilvægast fyrir Hafnfirðinga að vinna aftur leik eftir 5 leikja hrinu þar sem það tókst ekki.

„Mér fannst bara vera deyfð yfir okkur megnið af leiknum, ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Mér fannst við ekki ná neinum takti við hvorn annan. En við erum með gott fótboltalið og góð fótboltalið vinna leiki sem þeir spila ekki alltaf frábærlega í. Mér fannst við ekki spila frábærlega í dag en vinna samt og mér finnst það vera þroskamerki."

Sindri segir einmitt að sigurinn í dag hafi verið mjög mikilvægur upp á komandi leiki.

„Þetta er bara mjög mikilvægt. Þetta mótar okkur og hvað við erum að fara gera í sumar, hvað við ætluðum að gera í þessum leik. Ef við hefðum farið að tapa þessum leik þá hefði það bara sagt að við ætlum ekki að vera í neinni baráttu. Við urðum að vinna þennan leik og nú verðum við bara að halda áfram að vinna leiki."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner