Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
   fim 23. júlí 2020 22:08
Sverrir Örn Einarsson
Arnar Gunnlaugs: Gefum þeim sprautu í rassgatið
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Við vorum með boltann nánast 100% í leiknum. En við færðum illa og það var mikið rok hérna og erfiðar aðstæður en svo líka á móti svona liði eins og Gróttu sem er að berjast fyrir lífi sínu í þessari deils og eru í raun og veru svolítið hræddir við okkur fyrir leik, að gefa þeim svona adrenalínsprautu í byrjun leiks úr föstu leikatriði enn og aftur er alveg óþolandi.“
Sagði svekktur Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir 1-1 jafntefli Gróttu og Víkings á Vivaldivellimum í kvöld.

Lestu um leikinn: Grótta 1 -  1 Víkingur R.

Víkingar kölluðu nokkrum sinnum eftir vítaspyrnu í leiknum og af umræðum manna úr báðum liðum um réttmæti þess má álykta að Víkingar hafi verið snuðaðir um víti í það minnsta í tvígang. Hvernig horfðu þau atvik við Arnari?

„Mér leiðist alltaf þegar þjálfarar eru að tala um svona eftir leiki. Það skiptir engu máli það var ekkert dæmt víti og það er bara það. Og þó að það komi í ljós í sjónvarpinu þá bara skiptir það engu máli ekki nema menn vilji röfla eitthvað næstu daga yfir því hvort þetta hafi verið víti eða ekki. En fyrir mér þá skiptir það engu máli.“

Enn og aftur fá Víkingar samt mark á sig úr föstu leikatriði líkt og Arnar minntist á fyrr í viðtalinu. Hvað er hægt að gera til þess að laga þetta?

„Við vorum með heila æfingu í gær til að fara yfir hlutina og það gekk svona helvíti vel. En ég bara veit það ekki. Við erum með stóra stráka þarna og það bara þetta gamla góða að ráðast á boltann. Þetta er ekkert flókið það þarf bara að verja markið með kjafti og klóm og þetta er bara svo soft. Líka bara sem lið þegar þú ert búinn að vinna þér inn þá virðingu að liðin eru skíthrædd við þig og þú ert nánast kominn í 1-0 áður en að leikuinn byrjar að gefa þeim svo sprautu i rassgatið með einhverju svona marki er hrikalega pirrandi.

Sagði Arnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner