Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
   fim 23. júlí 2020 22:08
Sverrir Örn Einarsson
Arnar Gunnlaugs: Gefum þeim sprautu í rassgatið
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Við vorum með boltann nánast 100% í leiknum. En við færðum illa og það var mikið rok hérna og erfiðar aðstæður en svo líka á móti svona liði eins og Gróttu sem er að berjast fyrir lífi sínu í þessari deils og eru í raun og veru svolítið hræddir við okkur fyrir leik, að gefa þeim svona adrenalínsprautu í byrjun leiks úr föstu leikatriði enn og aftur er alveg óþolandi.“
Sagði svekktur Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir 1-1 jafntefli Gróttu og Víkings á Vivaldivellimum í kvöld.

Lestu um leikinn: Grótta 1 -  1 Víkingur R.

Víkingar kölluðu nokkrum sinnum eftir vítaspyrnu í leiknum og af umræðum manna úr báðum liðum um réttmæti þess má álykta að Víkingar hafi verið snuðaðir um víti í það minnsta í tvígang. Hvernig horfðu þau atvik við Arnari?

„Mér leiðist alltaf þegar þjálfarar eru að tala um svona eftir leiki. Það skiptir engu máli það var ekkert dæmt víti og það er bara það. Og þó að það komi í ljós í sjónvarpinu þá bara skiptir það engu máli ekki nema menn vilji röfla eitthvað næstu daga yfir því hvort þetta hafi verið víti eða ekki. En fyrir mér þá skiptir það engu máli.“

Enn og aftur fá Víkingar samt mark á sig úr föstu leikatriði líkt og Arnar minntist á fyrr í viðtalinu. Hvað er hægt að gera til þess að laga þetta?

„Við vorum með heila æfingu í gær til að fara yfir hlutina og það gekk svona helvíti vel. En ég bara veit það ekki. Við erum með stóra stráka þarna og það bara þetta gamla góða að ráðast á boltann. Þetta er ekkert flókið það þarf bara að verja markið með kjafti og klóm og þetta er bara svo soft. Líka bara sem lið þegar þú ert búinn að vinna þér inn þá virðingu að liðin eru skíthrædd við þig og þú ert nánast kominn í 1-0 áður en að leikuinn byrjar að gefa þeim svo sprautu i rassgatið með einhverju svona marki er hrikalega pirrandi.

Sagði Arnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.

Athugasemdir
banner