Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 23. júlí 2020 19:53
Hafliði Breiðfjörð
Pepsi Max-deildin: Stjarnan upp að hlið Vals eftir sigur á Akranesi
Eyjólfur Héðinsson skoraði fyrsta markið í kvöld.
Eyjólfur Héðinsson skoraði fyrsta markið í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA 1 - 2 Stjarnan
0-1 Eyjólfur Héðinsson ('23 )
0-2 Alex Þór Hauksson ('39 )
1-2 Viktor Jónsson ('58)

Stjarnan vann góðan 1 - 2 sigur á ÍA í fyrsta leik kvöldsins í Pepsi Max-deild karla en leikið var á Akranesi.

Með sigrinum fer Stjarnan upp í 2. - 3. sæti deildarinnar með 13 stig eins og Valur en bæði lið hafa 8 mörk í plús. Liðin eru þremur stigum frá toppliði KR en Stjarnan á áfram tvo leiki til góða á önnur lið.

Smelltu hér fyrir beina textalýsingu úr leiknum

Eyjólfur Héðinsson kom Stjörnunni yfir um miðjan fyrri hálfleikinn með glæsilegu marki. Skagamenn reyndu að koma boltanum úr teignum eftir hornspyrnu Hilmars Árna Halldórssonar, en boltinn barst á Eyjólf sem var utarlega í teignum og skoraði með viðstöðulausu skoti á lofti. Glæsilegt mark.

Undir lok hálfleiksins bætti Alex Þór Hauksson svo við öðru marki gestanna en það skoraði hann með góðu skoti fyrir utan teig með grasinu í bláhornið.

Eftir tæplega klukkutíma leik minnkaði Viktor Jónsson muninn með skoti úr teignum eftir góðan undirbúning Arons Kristófers Lárussonar.

Meira var ekki skorað í leiknum og lokastaðan 1 - 2 fyrir ÍA. Ingimar Elí Hlynsson annar aðstoðarþjálfara ÍA fékk að líta rauða spjaldið fyrir kjaftbrúk í síðari hálfleiknum.

Viðtöl af Akranesi eru væntanleg hér á Fótbolta.net síðar í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner