Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
   þri 23. júlí 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir Íslendingar í úrvalsliði fyrstu umferðar í Danmörku
Elías Rafn Ólafsson.
Elías Rafn Ólafsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mikael Anderson.
Mikael Anderson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson sneri aftur með hvelli í markið hjá Midtjylland á dögunum. Hann er í úrvalsliði fyrstu umferðar í dönsku úrvalsdeildinni að mati Tipsbladet.

Elías Rafn átti stórleik þegar dönsku meistararnir gerðu jafntefli gegn AGF á dögunum.

Landsliðsmarkvörðurinn, sem var á láni hjá portúgalska félaginu Mafra á síðustu leiktíð, varði urmul af færum AGF í fyrri hálfleiknum og þar á meðal vítaspyrnu frá Patrick Mortensen er Midtjylland var marki undir.

„Enginn vafi á því að hann á að vera hérna. Fékk að standa í markinu frekar en Jonas Lössl og skilaði stórkostlegri frammistöðu," segir í umsögn Tipsbladet.

Elías er ekki eini Íslendingurinn sem er í liði umferðarinnar hjá Tipsbladet, því þar er líka Mikael Anderson. Hann lék vel gegn Midtjylland.

„Lykilmaðurinn í liði AGF setti enn og aftur tóninn sóknarlega fyrir sitt lið," segir á vef Tipsbladet en Mikael hefur verið algjör lykilmaður fyrir AGF síðustu árin.

Mikael Neville hefur verið eftirsóttur síðasta árið en AGF virðist ekki hafa áhuga á að selja hann. Mikael er samningsbundinn næstu tvö árin en á dögunum hafnaði hann nýju samningstilboði félagsins.
Athugasemdir
banner