Hann dæmdi fyrri leik Malmö og Víkings í forkeppni Meistaradeildarinnar 2022, leik sem Malmö vann 3-2.
„Dumitru Muntean, dómari leiksins, var í sviðsljósinu og bauð upp á vafasama dómgæslu svo vægt sé til orða tekið," skrifaði Brynjar Ingi Erluson, fréttamaður Fótbolta.net, umfjöllun um leikinn sem bar fyrirsögnina 'Dómaraskandall í Malmö'.
„Á 24. mínútu féll Halldór Smári Sigurðsson í teig Malmö eftir hornspyrnu en varnarmaður Malmö sparkaði þá í höfuð hans, en ekkert var dæmt. Muntean, sem dæmdi leikinn, kemur frá Moldavíu, en hann var afar spjaldaglaður í þessum leik og á köflum virtist hann bara alls ekki kunna reglurnar og það sýndi sig í því þegar Kristall Máni Ingason jafnaði metin."
„Víkingurinn fagnaði með því að fara fyrir framan stuðningsmenn Malmö og 'sussa', en fyrir það fékk hann sitt annað gula spjald í leiknum og þar með rautt. Stórundarlegur dómur og Víkingar manni færri."
Mikil umræða skapaðist um lélega frammistöðu Muntean á samfélagsmiðlum en hann er þó enn að dæma alþjóðlega leiki fyrir UEFA.
Þetta er náttúrlega ekki hægt #domari
— Freyr Alexandersson (@freyrale) July 5, 2022
Match fixing in Malmö
— Einar Guðnason (@EinarGudna) July 5, 2022
Eftir Gunnar Helgason pic.twitter.com/l6fzmwmzap
Þessi dómari kann bókstaflega ekki reglurnar. Fjórði dómari þurfti að leiðrétta hann áðan.
— Tommi Tanölg (@TomasJohannss) July 5, 2022
Galið
Ég er að horfa á leik Malmö og Víkingur R. Bjór leyfður á vellinum. Eini sem er ölvaður er dómarinn.
— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) July 5, 2022
Þetta er skandall, gæinn er að fa greitt fyrir hagræðingu, þessi rugl gulu spjöld og svo þetta rauða til að toppa þetta !
— Samúel Samúelsson (@SSamelsson) July 5, 2022
Skammarlegt hjá UEFA að láta þennan dómara dæma. Er í engum takt við eitt eða neitt og spjaldar allt og alla
— El Loco Gunnar (@GunniSchram1996) July 5, 2022
Andskotinn! Hafi ég einhvern tímanm séð dómara eyðileggja leik … ????#fotboltinet
— Hanna-Katrín (@HannaKataF) July 5, 2022
Láta þennan dómara blása í hléi, það aest langar leiðir að hann er með nokkra kalda í bumbunni. #eurovikes #fotboltinet
— G. Orri Rósenkranz (@OrriRosenkranz) July 5, 2022
Málmverjar búnir að buffa og úrbeina Kristal allan tímann. Hann svarar á fullkominn hátt en þessu moldóvska úrtaki fannst þá sniðugast að reka hann út af. Finn til með fólkinu hinum megin í Fossvoginum.
— Ingvi Þór Sæmundsson (@ingvithors) July 5, 2022