Napoli hefur áhuga á Grealish - Tottenham horfir til Mainoo - Real Madrid til í að opna veskið fyrir Rodri
   mið 23. júlí 2025 21:11
Brynjar Ingi Erluson
Skildi loksins hrópin úr stúkunni - „Þolinmæðisvinna þegar þú spilar gegn Silkeborg“
Marcel Römer mætti aftur til heimalandsins og náði í stig
Marcel Römer mætti aftur til heimalandsins og náði í stig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: KA
Danski miðjumaðurinn Marcel Römer var hæst ánægður með frammistöðu KA-manna er það gerði 1-1 jafntefli við Silkeborg ytra í kvöld. Hann ræddi við 3+ og Bold eftir leik.

Lestu um leikinn: Silkeborg 1 -  1 KA

Römer samdi við KA fyrir tímabilið eftir að hafa spilað alla sína ævi í Danmörku.

Hann var því á heimavelli í dag er hann mætti Silkeborg og var í skýjunum með framlagið sem KA setti í leikinn.

„Frábær frammistaða og fannst við spila vel. Ég er meðvitaður um það að við vorum ekki mikið með boltann, en ég er rosalega ánægður með frammistöðuna.“

„Varnarlega spiluðum við mjög vel og þegar við vorum með boltann vorum við mjög góðir í að losa pressu Silkeborg.“

„Þetta er þolinmæðisvinna þegar þú spilar gegn Silkeborg. Þeir bíða eftir að þú gerir mistök og eru ótrúlega góðir að spila í svæðunum. Þetta var nánast fullkomin meðhöndlun á leiknum,“
sagði hann við 3+.

Hann ræddi einnig við Bold en þar var hann spurður út í atvik sem átti sér stað í fyrri hálfleik þegar hann og Pelle Mattsson voru að kítast.

„Mattsson vildi ná strax til boltans á meðan ég var að reyna segja dómaranum að þetta hafi ekki verið rétt að hann fengi aukaspyrnu. Við náðum aðeins að kynda í hvorum öðrum og tókumst síðan í hendur. Þetta var stuð.“

Römer fagnaði því að vera kominn aftur heim til Danmerkur og sérstaklega þar sem hann skildi allt sem var hrópað að honum úr stúkunni.

„Það er bara fyndið þegar einhver hrópar. Núna ég skil ég alla vega hvað þeir eru að segja því ég hef ekki getað gert það síðustu mánuði. Þetta er bara fyndið og skemmtilegt grín,“ sagði hann enn fremur.

Seinni leikurinn er spilaður í næstu viku á Greifavelli og KA menn í ansi góðri stöðu.
Athugasemdir
banner
banner