Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   mán 23. september 2024 21:51
Stefán Marteinn Ólafsson
Túfa: Algjör fyrirmyndar fótboltamaður
Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals
Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur tóku á móti Stjörnunni í kvöld þegar Besta deildin hélt áfram göngu sinni eftir skiptingu og var þetta fyrsta umferðin í efri hluta.

Stjarnan byrjuðu af krafti og leiddu í hálfleik en Valsmenn komu til baka í síðari og jafntefli varð niðurstaðan. 


Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 Stjarnan

„Leikur tveggja hálfleika og ég held að þegar allt er tekið saman þá eru þetta sanngjörn úrslit á endanum." Sagði Srdjan Tufegdzic, Túfa, þjálfari Vals eftir leikinn í kvöld. 

„Stjarnan betri í fyrri hálfleik en mér finnst þetta frekar auðvelt mark sem þeir skora og það er búið að vera svolítið okkar saga í sumar að fá á okkur mörk sem við getum komið í veg fyrir. Það er ekkert afþví þeir eru að komast í dauðafæri." 

„Seinni hálfleikur mikill karakter í liðinu og mikil ákefð og vilji til að svara og sætta sig ekki við að tapa þessum leik þannig ég er mjög ánægður með það hvernig við spilum seinni hálfleik og við sýndum mikinn karakter til að koma til baka og taka stig með okkur." 

Gylfi Þór Sigurðsson jafnaði leikinn fyrir Val með frábæru marki og ausaði Tufa hann lofi eftir leik. 

„Það að tala um Gylfa, hvernig fótboltamaður og karakter þetta er að það eru enginn orð til að tala um hann. Síðan ég kom hérna þá er hann búinn að vera algjör fyrirmynd hvernig maður á að æfa og hvernig fókus á að hafa og þetta var bara uppskera eftir því hvað hann er búinn að leggja á sig." 

Nánar er rætt við Tufa í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner