Valur tóku á móti Stjörnunni í kvöld þegar Besta deildin hélt áfram göngu sinni eftir skiptingu og var þetta fyrsta umferðin í efri hluta.
Stjarnan byrjuðu af krafti og leiddu í hálfleik en Valsmenn komu til baka í síðari og jafntefli varð niðurstaðan.
Lestu um leikinn: Valur 2 - 2 Stjarnan
„Leikur tveggja hálfleika og ég held að þegar allt er tekið saman þá eru þetta sanngjörn úrslit á endanum." Sagði Srdjan Tufegdzic, Túfa, þjálfari Vals eftir leikinn í kvöld.
„Stjarnan betri í fyrri hálfleik en mér finnst þetta frekar auðvelt mark sem þeir skora og það er búið að vera svolítið okkar saga í sumar að fá á okkur mörk sem við getum komið í veg fyrir. Það er ekkert afþví þeir eru að komast í dauðafæri."
„Seinni hálfleikur mikill karakter í liðinu og mikil ákefð og vilji til að svara og sætta sig ekki við að tapa þessum leik þannig ég er mjög ánægður með það hvernig við spilum seinni hálfleik og við sýndum mikinn karakter til að koma til baka og taka stig með okkur."
Gylfi Þór Sigurðsson jafnaði leikinn fyrir Val með frábæru marki og ausaði Tufa hann lofi eftir leik.
„Það að tala um Gylfa, hvernig fótboltamaður og karakter þetta er að það eru enginn orð til að tala um hann. Síðan ég kom hérna þá er hann búinn að vera algjör fyrirmynd hvernig maður á að æfa og hvernig fókus á að hafa og þetta var bara uppskera eftir því hvað hann er búinn að leggja á sig."
Nánar er rætt við Tufa í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |