Víkingur tekur á móti Cercle Brugge í 2. umferð Sambandsdeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 14:30 og fer fram á Kópavogsvelli. Cercle vann öruggan sigur á svissneska liðinu St. Gallen í fyrstu umferðinni á meðan Víkingur tapaði gegn Omonoia í sínum fyrsta leik.
Cercle er í brasi í deildinni heima fyrir, liðið er í næstneðsta sæti með níu stig eftir ellefu leiki og án sigurs í síðustu þremur leikjum eftir að hafa endað í 4. sæti deildarinnar í fyrra.
Cercle er í brasi í deildinni heima fyrir, liðið er í næstneðsta sæti með níu stig eftir ellefu leiki og án sigurs í síðustu þremur leikjum eftir að hafa endað í 4. sæti deildarinnar í fyrra.
Félagið tilkynnti í morgun hvaða leikmenn færu í ferðina til Íslands og þar sést að sjö leikmenn sem byrjuðu í sigurleiknum gegn St. Gallen voru skildir eftir heima.
Tveir þeirra hafa glímt við meiðsli en hinir fimm tóku allir þátt í deildarleik Cercle um liðna helgi. Cercle vann St. Gallen 6-2 og skoraði Gary Magnee tvö af þeim mörkum. Magnee er ekki í hópnum sem ferðaðist til Íslands, hann þurfti að fara út af um helgina en ætti að ná næsta leik. í hópnum er hins vegar Kevin Denkey sem skoraði þrennu gegn svissneska liðinu. Í tilkynningu Cercle er tekið fram að þeir Ibrahim Diakite , Christiaan Ravych, Alan Minda og Hannes Van Der Bruggen hafi verið skildir eftir heima til að hvíla fyrir næsta deildarleik og sömu sögu er að segja af Nazinho sem er orðinn heill heilsu en mun ekki spila á morgun. Sjöundi leikmaðurinn er svo markvörðurinn Warleson sem er áfram meiddur.
Stuðningsmenn Cercle eru hins vegar nokkuð bjartsýnir þrátt fyrir að það vanti öfluga leikmenn í hópinn. Eitt af því sem fær þá til að vera bjartsýna eru sennileg fljótfærnismistök í færslu Víkinga á samfélagsmiðlum þar sem Cercle Brugge var, líklega óvart, kallað Club Brugge.
Belgarnir eiga leik gegn Royale Union SG á sunnudag. Á sama degi á Víkingur úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn gegn Breiðabliki.
Jong Cercle van Eerste Amateur rechtstreeks Europa in. ???? #VIKCER https://t.co/ZevCOAH2jm
— Matteo Pestello (@mstamper) October 23, 2024
Athugasemdir