Þórður Ingason er nýr markmannsþjálfari Aftureldingar en hann tekur við starfinu af Amir Mehica sem ákvað að róa á önnur mið. Mehica var í fjögur ár markmannsþjálfari liðsins og félagið óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.
Þórður er 36 ára gamall og hefur verið markvörður í meistaraflokki í rúma tvo áratugi, eða síðan 2004 og hefur lengst af spilað í efstu deild.
Hann var síðast á mála hjá KFA en þar á undan var hann hjá Víkingi þar sem hann varð tvívegis Íslandsmeistari og fjórum sinnum bikarmeistari. Þórður hefur einnig verið á mála hjá Fjölni, KR, BÍ/Bolungarvík og Everton á ferli sínum.
Þórður er 36 ára gamall og hefur verið markvörður í meistaraflokki í rúma tvo áratugi, eða síðan 2004 og hefur lengst af spilað í efstu deild.
Hann var síðast á mála hjá KFA en þar á undan var hann hjá Víkingi þar sem hann varð tvívegis Íslandsmeistari og fjórum sinnum bikarmeistari. Þórður hefur einnig verið á mála hjá Fjölni, KR, BÍ/Bolungarvík og Everton á ferli sínum.
Afturelding hefur einnig fengið félagaskipti fyrir Þórð svo möguleiki er á því að hann verði á skýrslu sem leikmaður á tímabilinu.
Jökull Andrésson er aðalmarkvörður Aftureldingar og Arnar Daði Jóhannesson er varamarkvörður. Afturelding fór upp úr Lengjudeildinni á síðasta tímabili og spilar í fyrsta sinn í sögunni í Bestu deildinni á komandi tímabili.
Athugasemdir