Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fös 24. janúar 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Watford sendi frá sér yfirlýsingu: Cleverley var ekki rekinn
Mynd: Getty Images
Einhverjar sögusagnir fóru af stað um að Tom Cleverley, stjóri Watford, hafi verið rekinn eftir 2-1 tap liðsins gegn Preston í Championship deildinni í vikunni.

Félagið fannst það tilneytt til að senda frá sér yfirlýsingu um að svo væri ekki.

„Watford FC staðfestir að Tom muni stýra liðinu gegn Coventry og sögusagnirnar um stöðu hans séu einmitt bara það, algjörar sögusagnir," segir í yfirlýsingunni.

Watford er í 8. sæti Championship deildarinnar en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum. Cleverley var ráðinn bráðabirgðastjóri liðsins í mars á síðasta ári en hann var svo ráðinn tilframbúðar í apríl.
Athugasemdir
banner
banner
banner