Man Utd ætlar að hreinsa til í leikmannahópnum - Vardy orðaður við Valencia
   fös 24. febrúar 2023 09:00
Elvar Geir Magnússon
Selles stýrir Southampton út tímabilið (Staðfest)
Ruben Selles hefur verið ráðinn stjóri Southampton út tímabilið. Liðið er á botni ensku úrvalsdeildarinnar en Nathan Jones var rekinn fyrr í þessum mánuði, eftir aðeins 95 daga við stjórnvölinn. Í nóvember var Ralph Hasenhuttl rekinn.

Southampton fór í viðræður við Jesse Marsch eftir brottrekstur Jones en þær viðræður sigldu í strand.

Selles tók við liðinu til bráðabirgða og undir stjórn Spánverjans vannst sigur gegn Chelsea um síðustu helgi. Southampton leikur annan fallbaráttuslag á morgun, gegn Leeds.

Selles hefur ekki farið leynt með að vilja fá fastráðningu en hann var ráðinn aðstoðarstjóri hjá félaginu í fyrra.

Selles er 39 ára en fékk UEFA Pro þjálfaragráðuna þegar hann var 25 ára gamall. Southampton er tíunda félagið sem hann starfar fyrir og England sjöunda landið á ferli hans. Selles telur sig vera tilbúinn í að taka næsta skref á ferlinum.

Sjá einnig:
„Leikmenn eru tilbúnir að hlaupa í gegnum veggi fyrir hann“
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 37 25 8 4 85 40 +45 83
2 Arsenal 37 19 14 4 67 33 +34 71
3 Man City 37 20 8 9 70 44 +26 68
4 Newcastle 37 20 6 11 68 46 +22 66
5 Chelsea 37 19 9 9 63 43 +20 66
6 Aston Villa 37 19 9 9 58 49 +9 66
7 Nott. Forest 37 19 8 10 58 45 +13 65
8 Brighton 37 15 13 9 62 58 +4 58
9 Brentford 37 16 7 14 65 56 +9 55
10 Fulham 37 15 9 13 54 52 +2 54
11 Bournemouth 37 14 11 12 56 46 +10 53
12 Crystal Palace 37 13 13 11 50 50 0 52
13 Everton 37 10 15 12 41 44 -3 45
14 Wolves 37 12 5 20 53 68 -15 41
15 West Ham 37 10 10 17 43 61 -18 40
16 Man Utd 37 10 9 18 42 54 -12 39
17 Tottenham 37 11 5 21 63 61 +2 38
18 Leicester 37 6 7 24 33 78 -45 25
19 Ipswich Town 37 4 10 23 35 79 -44 22
20 Southampton 37 2 6 29 25 84 -59 12
Athugasemdir
banner