Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 20. febrúar 2023 10:10
Elvar Geir Magnússon
„Leikmenn eru tilbúnir að hlaupa í gegnum veggi fyrir hann“
Ruben Selles.
Ruben Selles.
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
„Hann hefur hæfileikana til að láta leikmenn vera tilbúna að hlaupa í gegnum veggi fyrir sig," segir heimildarmaður Athletic innan herbúða Southampton.

Spánverjinn Ruben Selles er bráðabirgðastjóri Southampton eftir að Nathan Jones var rekinn. Á fréttamannafundi á föstudag sagðist Selles vilja fá fastráðningu sem stjóri félagsins og hann fylgdi þeim ummælum svo eftir með óvæntum 1-0 sigri gegn Chelsea daginn eftir.

Í fagnaðarlátunum eftir leik leyndi sér ekki að Selles er gríðarlega vinsæll meðal leikmanna og stuðningsmenn kalla nú eftir því að Selles fái starfið til frambúðar.

„Það tók hann innan við viku að heilla leikmenn Southampton þegar hann var ráðinn aðstoðarmaður Ralph Hasenhuttl síðasta sumar. Selles stýrði æfingum í upphafi undirbúningstímabilsins til að létta álagið á Hasenhuttl sem fór svo á fulla ferð þegar nálgaðist alvöruna," segir Jacob Tanswell hjá Athletic.

Selles er 39 ára en fékk UEFA Pro þjálfaragráðuna þegar hann var 25 ára gamall. Southampton er tíunda félagið sem hann starfar fyrir og England sjöunda landið á ferli hans. Selles telur sig vera tilbúinn í að taka næsta skref á ferlinum.

„Selles mætti á fréttamannafundinn á föstudaginn og tók í höndina á hverjum og einum blaðamanni, öfugt við forvera hans Nathan Jones, sem virtist staðráðinn í að fjölmiðlamenn væru óvinir hans," segir Tanswell.

Selles mætti svo í leikinn gegn Chelsea glæsilega klæddur, hann leit ekki út eins og maður sem sér sjálfan sig sem bráðabirgðastjóra. Hann vildi líka að leikmenn myndu ekki líta á sig þannig.

Það er verk að vinna fyrir Southampton sem er áfram í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar, þrátt fyrir sigurinn gegn Chelsea.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 33 22 8 3 75 32 +43 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 33 12 7 14 46 53 -7 43
12 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
13 Bournemouth 33 11 9 13 48 60 -12 42
14 Crystal Palace 33 9 9 15 42 56 -14 36
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 33 10 8 15 34 48 -14 30
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 88 -57 16
Athugasemdir
banner
banner
banner