„Hann hefur hæfileikana til að láta leikmenn vera tilbúna að hlaupa í gegnum veggi fyrir sig," segir heimildarmaður Athletic innan herbúða Southampton.
Spánverjinn Ruben Selles er bráðabirgðastjóri Southampton eftir að Nathan Jones var rekinn. Á fréttamannafundi á föstudag sagðist Selles vilja fá fastráðningu sem stjóri félagsins og hann fylgdi þeim ummælum svo eftir með óvæntum 1-0 sigri gegn Chelsea daginn eftir.
Spánverjinn Ruben Selles er bráðabirgðastjóri Southampton eftir að Nathan Jones var rekinn. Á fréttamannafundi á föstudag sagðist Selles vilja fá fastráðningu sem stjóri félagsins og hann fylgdi þeim ummælum svo eftir með óvæntum 1-0 sigri gegn Chelsea daginn eftir.
Í fagnaðarlátunum eftir leik leyndi sér ekki að Selles er gríðarlega vinsæll meðal leikmanna og stuðningsmenn kalla nú eftir því að Selles fái starfið til frambúðar.
„Það tók hann innan við viku að heilla leikmenn Southampton þegar hann var ráðinn aðstoðarmaður Ralph Hasenhuttl síðasta sumar. Selles stýrði æfingum í upphafi undirbúningstímabilsins til að létta álagið á Hasenhuttl sem fór svo á fulla ferð þegar nálgaðist alvöruna," segir Jacob Tanswell hjá Athletic.
Selles er 39 ára en fékk UEFA Pro þjálfaragráðuna þegar hann var 25 ára gamall. Southampton er tíunda félagið sem hann starfar fyrir og England sjöunda landið á ferli hans. Selles telur sig vera tilbúinn í að taka næsta skref á ferlinum.
„Selles mætti á fréttamannafundinn á föstudaginn og tók í höndina á hverjum og einum blaðamanni, öfugt við forvera hans Nathan Jones, sem virtist staðráðinn í að fjölmiðlamenn væru óvinir hans," segir Tanswell.
Selles mætti svo í leikinn gegn Chelsea glæsilega klæddur, hann leit ekki út eins og maður sem sér sjálfan sig sem bráðabirgðastjóra. Hann vildi líka að leikmenn myndu ekki líta á sig þannig.
Það er verk að vinna fyrir Southampton sem er áfram í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar, þrátt fyrir sigurinn gegn Chelsea.
No dudo de los motivos de @RasmusAnkersen para fichar a Nathan Jones. A la vista está, no obstante, que ya había una opción in-house muy del gusto de los jugadores en @ruben_selles.
— Carlos G. Urbano ????? (@CarlosGUrbano) February 20, 2023
Los clubes siguen buscando fuera a quien muchas veces ya tienen en nómina pic.twitter.com/fN0gbn7qtQ
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 36 | 25 | 8 | 3 | 83 | 37 | +46 | 83 |
2 | Arsenal | 36 | 18 | 14 | 4 | 66 | 33 | +33 | 68 |
3 | Newcastle | 36 | 20 | 6 | 10 | 68 | 45 | +23 | 66 |
4 | Man City | 36 | 19 | 8 | 9 | 67 | 43 | +24 | 65 |
5 | Chelsea | 36 | 18 | 9 | 9 | 62 | 43 | +19 | 63 |
6 | Aston Villa | 36 | 18 | 9 | 9 | 56 | 49 | +7 | 63 |
7 | Nott. Forest | 36 | 18 | 8 | 10 | 56 | 44 | +12 | 62 |
8 | Brentford | 36 | 16 | 7 | 13 | 63 | 53 | +10 | 55 |
9 | Brighton | 36 | 14 | 13 | 9 | 59 | 56 | +3 | 55 |
10 | Bournemouth | 36 | 14 | 11 | 11 | 55 | 43 | +12 | 53 |
11 | Fulham | 36 | 14 | 9 | 13 | 51 | 50 | +1 | 51 |
12 | Crystal Palace | 36 | 12 | 13 | 11 | 46 | 48 | -2 | 49 |
13 | Everton | 36 | 9 | 15 | 12 | 39 | 44 | -5 | 42 |
14 | Wolves | 36 | 12 | 5 | 19 | 51 | 64 | -13 | 41 |
15 | West Ham | 36 | 10 | 10 | 16 | 42 | 59 | -17 | 40 |
16 | Man Utd | 36 | 10 | 9 | 17 | 42 | 53 | -11 | 39 |
17 | Tottenham | 36 | 11 | 5 | 20 | 63 | 59 | +4 | 38 |
18 | Ipswich Town | 36 | 4 | 10 | 22 | 35 | 77 | -42 | 22 |
19 | Leicester | 36 | 5 | 7 | 24 | 31 | 78 | -47 | 22 |
20 | Southampton | 36 | 2 | 6 | 28 | 25 | 82 | -57 | 12 |
Athugasemdir