Það eru góðhjartaðir drengir í 4. flokki karla hjá Selfossi, svo mikið er víst. Drengirnir tóku á móti HK-ingum um helgina og fyrir leik höfðu þeir, að sínu frumkvæði, selt harðfisk og lögðu þeir ágóðann inn á reikning leikmanns HK.
Sá heitir Tómas Freyr Guðjónsson og hefur gengið í gegnum erfið veikindi; lyfjameðferðir vegna krabbameins.
Það er Þórður Jóhann Guðmundsson, faðir liðsfélaga Tómasar, sem vakti athygli á þessu.
Sá heitir Tómas Freyr Guðjónsson og hefur gengið í gegnum erfið veikindi; lyfjameðferðir vegna krabbameins.
Það er Þórður Jóhann Guðmundsson, faðir liðsfélaga Tómasar, sem vakti athygli á þessu.
Færsla Þórðar á Facebook:
Að fara á Selfoss og horfa á fótboltaleik er alltaf sérstök tilfinning og fara margar minningarnar í gegn um hugann.
En sennilega upplifði maður eina í dag sem gleymist aldrei þegar HK kepptu við Selfoss í 4. flokk.
Þegar leiknum lauk komu heimamenn með óvæntan glaðning.
Drengirnir voru að sínu frumkvæði búnir að vera selja harðfisk og ágóðann lögðu þeir inn á Tómas Frey liðsmann HK sem gengið hefur í gegnum erfið veikindi.
Oft er talað niður til unga fólksins en það má virkilega segja frá svona fallegu framtaki.
Takk strákar þið eruð fyrirmynd fyrir alla.
Áfram Selfoss
Áfram HK
#TeamThomas
Athugasemdir