„Út af aðstæðum þá er maður gríðarlega sáttur að hafa unnið," sagði Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV eftir sigur á Fram í rokinu í Eyjum í dag.
Lestu um leikinn: ÍBV 3 - 1 Fram
„VIð spiluðum gríðarlega vel í fyrri hálfleik miðað við aðstæður. Svo bætir meira í vindinn og við með honum sem átti að vera okkur til hags en þetta var mjög hægur leikur í seinni hálfleik."
ÍBV spilar á Þórsvelli þar sem endurbætur á Hásteinsvelli eru í fullum gangi.
„Ég elska þetta vallarstæði. Ég spilaði hérna sem krakki, þetta er æðislegur staður og völlurinn er nokkuð góður, við viljum meina að þetta sé grifja," sagði Láki.
Athugasemdir