PSG íhugar að reyna við Rashford - Dewsbury-Hall orðaður við Chelsea - Archie Gray eftirsóttur
banner
   mán 24. júní 2024 20:21
Brynjar Ingi Erluson
Modric bætti upp fyrir vítaklúður - „Ótrúleg atburðarás“
Mynd: EPA
Luka Modric, fyrirliði Króatíu, andar líklega aðeins léttar núna eftir að hafa komið Króötum í 1-0 gegn Ítalíu í Leipzig.

Frammistaða Króata í fyrri hálfleik var ekki upp á marga fiska en liðið mætti með meira líf inn í síðari hálfleikinn.

Snemma í síðari hálfleiknum fengu Króatar vítaspyrnu er varamaðurinn Davide Frattesi handlék boltann í eigin vítateig.

Modric fór á punktinn og þurfti að bíða í dágóðan tíma á meðan Gianluigi Donnarumma var að spóka sig um. Vítið hjá Modric var slakt og varði Donnarumma það nokkuð örugglega.

Króatar fengu boltann fljótlega eftir það, komu boltanum fyrir markið á Ante Budimir sem náði skot á markið en aftur varði Donnarumma frábærlega. Því miður fyrir hann datt boltinn út á Modric sem hamraði honum efst í vinstra hornið.

„Ótrúleg atburðarás,“ sagði Hörður Magnússon í lýsingu sinni á RÚV.

Þungi fargi létt af Modric og Króatar á leið í 16-liða úrslit eins og staðan er núna.

Vítaspyrnuvarsla Donnarumma
Sjáðu markið hjá Modric

Athugasemdir
banner
banner
banner