Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   mán 24. júní 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Yakin: Svekkjandi jöfnunarmark en sanngjörn úrslit
Mynd: EPA
Dan Ndoye kom Sviss yfir gegn Þjóðverjum.
Dan Ndoye kom Sviss yfir gegn Þjóðverjum.
Mynd: EPA
Murat Yakin, landsliðsþjálfari Sviss, var sáttur að leikslokum þrátt fyrir svekkjandi jafntefli gegn heimamönnum í Þýskalandi þegar liðin mættust í nágrannaslag á EM í gærkvöldi.

Svisslendingar tóku forystuna í fyrri hálfleik og leiddu allt þar til í uppbótartíma, þegar varamaðurinn Niclas Füllkrug skoraði jöfnunarmark.

Sviss hefði unnið A-riðil mótsins með sigri gegn heimamönnum en endar þess í stað í öðru sæti.

„Það var mikil pressa fyrir þennan leik og við getum lifað með að fá eitt stig úr þessum leik. Það eru sanngjörn úrslit miðað við hvernig leikurinn spilaðist," sagði Yakin eftir lokaflautið.

„Þetta var mjög taktískur leikur þar sem strákarnir þurftu að hlaupa mjög mikið og þeir stóðu sig eins og hetjur. Það var sorglegt að fá mark á okkur í uppbótartíma en við erum ánægðir með okkar frammistöðu. Ég er stoltur af strákunum að hafa farið taplausir í gegnum riðlakeppnina."

Úrslitin þýða að Sviss mætir líklegast annað hvort Ítalíu eða Króatíu í 16-liða úrslitum, á meðan Þjóðverjar munu líklegast mæta Dönum. Það er þó enn allt opið í riðlakeppninni og ekki hægt að vita fyrirfram hvaða lið munu komast áfram.

„Við ætlum að taka okkur smá tíma til að njóta þess að vera komnir upp og svo munum við hefja undirbúning fyrir næsta leik. Það verður afar spennandi slagur hvort sem við mætum Ítalíu eða Króatíu."

Það gæti þó farið sem svo að Sviss mætir Albaníu í 16-liða úrslitum, ef Albönum tekst að sigra Spán á sama tíma og Króatía leggur Ítalíu að velli.
Athugasemdir
banner
banner