Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   fös 24. júlí 2020 21:17
Aksentije Milisic
Frakkland: PSG er franskur bikarmeistari
PSG 1-0 Saint-Etienne
1-0 Neymar ('14)
Rautt spjald: Loic Perrin ('31)

PSG og Saint-Etienne áttust við í úrslitum franska bikarsins en leikurinn fór fram á Stade De France.

Það var Neymar sem kom PSG yfir á 14. mínútu en hann fylgdi þá eftir skoti sem Jessy Moulin hafði varið.

Eftir um hálftíma leik sauð síðan allt upp úr á vellinum og á varamannabekkjunum. Loic Perrin straujaði þá Kylian Mbappe sem meiddist illa á ökkla og fór grátandi af velli.

Perrin fékk beint rautt spjald fyrir vikið og Saint-Etienne þurfti því að spila manni færri það sem eftir lifði leiks. Alls komu 10 gul spjöld í leiknum og eitt rautt.

PSG er því franskur bikarmeistari en liðið mætir Atalanta í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næsta mánuði.
Athugasemdir