Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   sun 24. júlí 2022 20:36
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Grétars: Þetta var svolítið sérstakur leikur
Arnar Grétarsson þjálfari KA.
Arnar Grétarsson þjálfari KA.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

KA menn gerðu góða ferð suður með sjó þegar þeir heimsóttu heimamenn í Keflavík þegar 14.umferð Bestu deildar karla hélt áfram göngu sinni í dag. 

KA sitja áfram í 3.sæti deildarinnar og eru einu stigi á eftir Víkingum í 2.sæti deildarinnar en Víkingar eiga þó leik til góða.


Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  3 KA

„Tilfiningin er alltaf góð þegar þú vinnur. Mér fannst við byrja mjög vel í leiknum, mér fannst góður kraftur í okkur og við settum pressu á þá og vorum að gera fína hluti og svo fannst mér við fá á okkur mark svolítið gegn gangi leiksins og í raun hálfpartinn fyrsta sóknin þeirra og mér finnst við hafa átt að gera betur í fyrsta markinu og svo í rauninni höldum við bara áfram eins og byrjunin var." Sagði Arnar Grétarsson þjálfari KA eftir sigurleikinn gegn Keflavík í dag.

„Í fyrri hálfleik þá hefðum við átt að vera búnir að jafna leikinn, fengum þar allavega tvö mjög góð færi en það er oft erfitt að sækja á lið sem fellur tilbaka og þeir eru með fljóta menn fram á við en þeir svo sem sköpuðu sér ekkert í fyrri hálfleik en í seinni þá var það svolítið sérstakt því þeir fá örugglega 3 eða 4 mjög góð færi og í stöðunni 1-1 þá voru þau örugglega 2 eða 3 þannig þetta var svolítð sérstakur leikur."

KA menn gera sér vonir um að bæta við einum hafsent fyrir gluggalok og gera ekki ráð fyrir því að neinir leikmenn séu á förum.

„Það er enginn að fara frá okkur en ég er að vonast til þess að það detti einn gæji inn vonandi núna á morgun eða hinn og það er hafsent en svo verðum við bara að bíða og sjá, ég er að vonast eftir góðum fréttum frá Sævari." 

Nánar er rætt við Arnar Grétarsson þjálfara KA í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner