Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
   sun 24. júlí 2022 20:36
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Grétars: Þetta var svolítið sérstakur leikur
Arnar Grétarsson þjálfari KA.
Arnar Grétarsson þjálfari KA.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

KA menn gerðu góða ferð suður með sjó þegar þeir heimsóttu heimamenn í Keflavík þegar 14.umferð Bestu deildar karla hélt áfram göngu sinni í dag. 

KA sitja áfram í 3.sæti deildarinnar og eru einu stigi á eftir Víkingum í 2.sæti deildarinnar en Víkingar eiga þó leik til góða.


Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  3 KA

„Tilfiningin er alltaf góð þegar þú vinnur. Mér fannst við byrja mjög vel í leiknum, mér fannst góður kraftur í okkur og við settum pressu á þá og vorum að gera fína hluti og svo fannst mér við fá á okkur mark svolítið gegn gangi leiksins og í raun hálfpartinn fyrsta sóknin þeirra og mér finnst við hafa átt að gera betur í fyrsta markinu og svo í rauninni höldum við bara áfram eins og byrjunin var." Sagði Arnar Grétarsson þjálfari KA eftir sigurleikinn gegn Keflavík í dag.

„Í fyrri hálfleik þá hefðum við átt að vera búnir að jafna leikinn, fengum þar allavega tvö mjög góð færi en það er oft erfitt að sækja á lið sem fellur tilbaka og þeir eru með fljóta menn fram á við en þeir svo sem sköpuðu sér ekkert í fyrri hálfleik en í seinni þá var það svolítið sérstakt því þeir fá örugglega 3 eða 4 mjög góð færi og í stöðunni 1-1 þá voru þau örugglega 2 eða 3 þannig þetta var svolítð sérstakur leikur."

KA menn gera sér vonir um að bæta við einum hafsent fyrir gluggalok og gera ekki ráð fyrir því að neinir leikmenn séu á förum.

„Það er enginn að fara frá okkur en ég er að vonast til þess að það detti einn gæji inn vonandi núna á morgun eða hinn og það er hafsent en svo verðum við bara að bíða og sjá, ég er að vonast eftir góðum fréttum frá Sævari." 

Nánar er rætt við Arnar Grétarsson þjálfara KA í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner