Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   sun 24. júlí 2022 20:36
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Grétars: Þetta var svolítið sérstakur leikur
Arnar Grétarsson þjálfari KA.
Arnar Grétarsson þjálfari KA.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

KA menn gerðu góða ferð suður með sjó þegar þeir heimsóttu heimamenn í Keflavík þegar 14.umferð Bestu deildar karla hélt áfram göngu sinni í dag. 

KA sitja áfram í 3.sæti deildarinnar og eru einu stigi á eftir Víkingum í 2.sæti deildarinnar en Víkingar eiga þó leik til góða.


Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  3 KA

„Tilfiningin er alltaf góð þegar þú vinnur. Mér fannst við byrja mjög vel í leiknum, mér fannst góður kraftur í okkur og við settum pressu á þá og vorum að gera fína hluti og svo fannst mér við fá á okkur mark svolítið gegn gangi leiksins og í raun hálfpartinn fyrsta sóknin þeirra og mér finnst við hafa átt að gera betur í fyrsta markinu og svo í rauninni höldum við bara áfram eins og byrjunin var." Sagði Arnar Grétarsson þjálfari KA eftir sigurleikinn gegn Keflavík í dag.

„Í fyrri hálfleik þá hefðum við átt að vera búnir að jafna leikinn, fengum þar allavega tvö mjög góð færi en það er oft erfitt að sækja á lið sem fellur tilbaka og þeir eru með fljóta menn fram á við en þeir svo sem sköpuðu sér ekkert í fyrri hálfleik en í seinni þá var það svolítið sérstakt því þeir fá örugglega 3 eða 4 mjög góð færi og í stöðunni 1-1 þá voru þau örugglega 2 eða 3 þannig þetta var svolítð sérstakur leikur."

KA menn gera sér vonir um að bæta við einum hafsent fyrir gluggalok og gera ekki ráð fyrir því að neinir leikmenn séu á förum.

„Það er enginn að fara frá okkur en ég er að vonast til þess að það detti einn gæji inn vonandi núna á morgun eða hinn og það er hafsent en svo verðum við bara að bíða og sjá, ég er að vonast eftir góðum fréttum frá Sævari." 

Nánar er rætt við Arnar Grétarsson þjálfara KA í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner