Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
   sun 24. júlí 2022 20:36
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Grétars: Þetta var svolítið sérstakur leikur
Arnar Grétarsson þjálfari KA.
Arnar Grétarsson þjálfari KA.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

KA menn gerðu góða ferð suður með sjó þegar þeir heimsóttu heimamenn í Keflavík þegar 14.umferð Bestu deildar karla hélt áfram göngu sinni í dag. 

KA sitja áfram í 3.sæti deildarinnar og eru einu stigi á eftir Víkingum í 2.sæti deildarinnar en Víkingar eiga þó leik til góða.


Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  3 KA

„Tilfiningin er alltaf góð þegar þú vinnur. Mér fannst við byrja mjög vel í leiknum, mér fannst góður kraftur í okkur og við settum pressu á þá og vorum að gera fína hluti og svo fannst mér við fá á okkur mark svolítið gegn gangi leiksins og í raun hálfpartinn fyrsta sóknin þeirra og mér finnst við hafa átt að gera betur í fyrsta markinu og svo í rauninni höldum við bara áfram eins og byrjunin var." Sagði Arnar Grétarsson þjálfari KA eftir sigurleikinn gegn Keflavík í dag.

„Í fyrri hálfleik þá hefðum við átt að vera búnir að jafna leikinn, fengum þar allavega tvö mjög góð færi en það er oft erfitt að sækja á lið sem fellur tilbaka og þeir eru með fljóta menn fram á við en þeir svo sem sköpuðu sér ekkert í fyrri hálfleik en í seinni þá var það svolítið sérstakt því þeir fá örugglega 3 eða 4 mjög góð færi og í stöðunni 1-1 þá voru þau örugglega 2 eða 3 þannig þetta var svolítð sérstakur leikur."

KA menn gera sér vonir um að bæta við einum hafsent fyrir gluggalok og gera ekki ráð fyrir því að neinir leikmenn séu á förum.

„Það er enginn að fara frá okkur en ég er að vonast til þess að það detti einn gæji inn vonandi núna á morgun eða hinn og það er hafsent en svo verðum við bara að bíða og sjá, ég er að vonast eftir góðum fréttum frá Sævari." 

Nánar er rætt við Arnar Grétarsson þjálfara KA í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner