Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 24. júlí 2024 22:37
Ívan Guðjón Baldursson
Sancho kostar 40 milljónir punda
Mynd: Getty Images
Dharmesh Sheth, mikilsvirtur fréttamaður hjá Sky Sports, greinir frá því að Manchester United sé tilbúið til að selja kantmanninn Jadon Sancho fyrir 40 milljónir punda í sumar.

Paris Saint-Germain er talið vera meðal áhugasamra félaga ásamt Juventus og Dortmund, en síðarnefndu félögin eru ekki tilbúin til að borga svo háa upphæð fyrir leikmanninn og vilja frekar fá hann á lánssamningi með kaupmöguleika.

Man Utd er ekki reiðubúið til að lána Sancho út, þar sem leikmaðurinn gæti leikið stórt hlutverk fyrir Rauðu djöflana í vetur.

Sancho er 24 ára gamall og á tvö ár eftir af samningi sínum við Man Utd.
Athugasemdir
banner
banner
banner