Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mið 24. júlí 2024 16:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Toby King á förum frá Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Toby King er að yfirgefa Vestra og er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að semja við félag á Gíbraltar.

King, sem er 22 ára enskur miðjumaður, er uppalinn hjá WBA og West Ham. Hann kom fyrst í Vestra árið 2022 og sneri aftur í upphafi þessa tímabils.

King var í byrjunarliðinu á móti HK í síðustu umferð en hafði fyrir þann leik ekki spilað í um þrjár vikur.

King spilaði þrettán leiki með Vestra í sumar og skoraði tvö mörk; eitt gegn Stjörnunni í deildinni og eitt gegn Haukum í Mjólkurbikarnum.

Einungis má vera með þrjá leikmenn sem eru frá þjóðum utan Evrópusambandsins í hverjum leik. Vestri var, með King meðtöldum, með fjóra slíka í hópnum en hinir eru Vladimir Tufegdzic, Silas Songani og Fatai Gbadamosi.
Athugasemdir
banner
banner
banner