Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fim 24. júlí 2025 17:28
Kári Snorrason
Byrjunarlið Víkings í Albaníu: Sölvi gerir tvær breytingar - Valdimar byrjar
Valdimar Þór byrjar í dag.
Valdimar Þór byrjar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn kemur inn í byrjunraliðið.
Sveinn kemur inn í byrjunraliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur mætir albanska liðinu Vllaznia í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar nú í kvöld. Leikar hefjast 18:30, en búið er að tilkynna byrjunarliðin.

Lestu um leikinn: Vllaznia 2 -  1 Víkingur R.

Sölvi Geir Ottesen gerir tvær breytingar á liði sínu frá 1-2 tapi gegn Val síðastliðinn sunnudag.

Inn í byrjunarliðið koma þeir Sveinn Gísli Þorkelsson og Helgi Guðjónsson. Á bekkinn sitjast þeir Davíð Örn Atlason og Róbert Orri Þorkelsson.

Háværir orðrómar hafa verið síðustu daga um að Valur vilji krækja í Valdimar Þór Ingimundarson, en hann er á sínum stað í byrjunarliði Víkinga.

Þeir Matthías Vilhjálmsson, Stígur Diljan Þórðarson, Gunnar Vatnhamar og Daði Berg Jónsson fóru ekki með liðinu til Albaníu, en þeir eru allir að glíma við meiðsli.


Byrjunarlið Vllaznia:
12. Aron Jukaj (m)
2. Erdenis Gurishta
6. Ardit Krymi
8. Eslit Sala
9. Bekim Balaj
14. Arsid Kruja
17. Bismark Charles
20. Esat Mala
29. Andrey Yago
55. Alexandros Kouro
92. Elmando Gjini

Byrjunarlið Víkingur R.:
1. Ingvar Jónsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
4. Oliver Ekroth
7. Erlingur Agnarsson
9. Helgi Guðjónsson
11. Daníel Hafsteinsson
20. Tarik Ibrahimagic
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen
25. Valdimar Þór Ingimundarson
32. Gylfi Þór Sigurðsson
Athugasemdir
banner
banner