
Eiður Jack Erlingsson er á leið frá uppeldisfélaginu sínu, Þrótti Reykjavik.
Eiður Jack er miðjumaður sem kom að 45 mörkum í 38 leikjum á mið ári í 2.flokki í A deild. Eftir það var hann valinn í æfingahóp U19 landsliðsins.
Á síðasta ári var hann lánaður í Þrótt Vogum þar sem hann spilaði lykilhlutverk í góðu tímabili Vogamanna þar sem þeir voru aðeins stigi frá því að komast upp í Lengjudeildina.
Eiður, sem er fæddur árið 2005, hefur komið við sögu í sjö leikjum með Þrótti í Lengjudeildinni í sumar.
Athugasemdir