Sænski sóknarmaðurinn Alexander Isak hefur tjáð Newcastle það að hann vilji yfirgefa félagið í sumar.
Craig Hope á Daily Mail var fyrstur til að segja frá þessu og Fabrizio Romano, sem er mjög svo áreiðanlegur, hefur núna tekið undir þetta.
Craig Hope á Daily Mail var fyrstur til að segja frá þessu og Fabrizio Romano, sem er mjög svo áreiðanlegur, hefur núna tekið undir þetta.
Isak fór ekki með Newcastle í æfingaferð til Asíu eftir að hann sagðist vera meiddur fyrr í þessari viku. Núna hefur hann hins vegar sagt félaginu að hann vilji fara.
Isak hefur verið sterklega orðaður við Liverpool og Al-Hilal í Sádi-Arabíu er einnig á eftir honum.
Hinn 25 ára gamli Isak á þrjú ár eftir af samningi sínum hjá Newcastle en félagið hefur ekki náð samkomulagi við hann um nýjan samning. Hann hefur undanfarna mánuði gert þá kröfu að verða langlaunahæsti leikmaður félagsins.
Newcastle var á eftir Hugo Ekitike sem fór svo til Liverpool. Þrátt fyrir að hafa krækt í Ekitike, þá hefur Liverpool enn áhuga á Isak. Romano segir að Newcastle sé farið að skoða aðra framherja.
Ef Isak fer frá Newcastle, þá mun hann líklega kosta í kringum 150 milljónir punda.
Athugasemdir