Wolves hefur gengið frá kaupum á framherjanum Jhon Arias frá brasilíska félaginu Fluminense.
Kaupverið er 17 milljónir evra en það gæti hækkað í 22 milljónir evra með árangurstengdum greiðslum.
Kaupverið er 17 milljónir evra en það gæti hækkað í 22 milljónir evra með árangurstengdum greiðslum.
Arias er 27 ára gamall og getur spilað sem kantmaður og framarlega á miðju. Hann hefur leikið með Fluminense við góðan orðstír frá árinu 2021.
Hann skrifar undir samning til 2029 með möguleika á framlengingu um ár til viðbótar.
Arias tekur tíuna hjá Wolves en það er treyjunúmerið sem Matheus Cunha skildi eftir sig þegar hann fór til Manchester United fyrr í sumar.
Athugasemdir