Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fim 24. júlí 2025 15:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmenn sem Newcastle skoðar eftir fréttir af Isak
Lois Openda.
Lois Openda.
Mynd: EPA
Ben Jacobs hjá GiveMeSport segir að Newcastle sé að skoða tvo framherja um þessar mundir í kjölfarið á því að Alexander Isak tjáði félaginu að hann vildi skoða aðra möguleika.

Yoane Wissa, sóknarmaður Brentford, er á óskalista Newcastle en félagið gerði tilboð í hann á dögunum. Tilboðið var upp á 25 milljónir punda en því var hafnað.

Annar leikmaður sem Newcastle er að skoða er Lois Openda, sóknarmaður RB Leipzig.

Openda er 25 ára gamall og hefur leikið með Leipzig frá 2023. Á þeim tíma hefur hann skorað 41 mark í 89 leikjum sem er býsna vel gert.
Athugasemdir
banner
banner